Íslenski boltinn

Elfar Árni sendir góðar kveðjur til allra

"Þessi er léttur, ljúfur og kátur," skrifaði liðsfélagi Elfars, Gísli Páll Helgason, við þessa mynd sem hann tók af félaga sínum í kvöld.
"Þessi er léttur, ljúfur og kátur," skrifaði liðsfélagi Elfars, Gísli Páll Helgason, við þessa mynd sem hann tók af félaga sínum í kvöld. mynd/instagram

Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, greindi frá því á netinu í kvöld að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður félagsins, væri á góðum batavegi.

Elfar Árni var fluttur á sjúkrahús í kvöld eftir samstuð við KR-ing. Uppákoman er hann slasaðist var óhugnaleg og var leiknum í kjölfarið frestað.

"Elfar Árni er allur að braggast og að verða sjálfum sér líkur. Farinn að grínast og búinn að borða ristað brauð og eitthvað fleira. Til öryggis verður hann á spítalanum í nótt. Hann sendir góðar kveðjur til allra," skrifaði Borghildur á fésbókarsíðu stuðningsmanna Blika í kvöld.

Vísir sendir Elfari Árna bestu batakveðjur.Tengdar fréttir

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum eftir að framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.