Íslenski boltinn

Elfar Árni fékk slæmt höfuðhögg

Andri Valur Ívarsson á Kópavogsvelli skrifa
Elfar fékk aðhlynningu á vellinum og á meðan var grafarþögn í stúkunni.
Elfar fékk aðhlynningu á vellinum og á meðan var grafarþögn í stúkunni. Mynd/Vísir

Stöðva þurfti leik Breiðabliks og KR í Pepsí deild karla á Kópavogsvelli í kvöld þegar einungis fjórar mínútur voru liðnar af leiknum.

Framherji Breiðabliks, Elfar Árni Aðalsteinsson, fékk þungt högg á höfuðið og missti meðvitund. Þetta leit mjög illa út og var það augljóst af látbragði leikmanna að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Sjúkraþjálfarar liðanna geystust inn á völlinn og vallarþulurinn kallaði eftir læknum úr stúkunni til aðstoðar.

Elfar fékk aðhlynningu á vellinum og á meðan var grafarþögn í stúkunni. Enginn sagði neitt. Leikmenn liðanna og dómarar gengu til búningsherbergja.

Eftir skamma stund komu tveir lögreglubílar á svæðið og ekki löngu síðar komu tveir sjúkrabílar. Þegar Elfar var fluttur inn í sjúkrabíl tilkynnti vallarþulurinn að hann væri kominn með eðlilegan púls og væri í stöðugu ástandi. Þá brast út mikill fögnuður meðal aðdáenda beggja liða sem klöppuðu vel og lengi fyrir Elfari er sjúkrabíllinn keyrði á brott.

Nokkrum mínútum síðar var vallargestum tilkynnt að leiknum yrði ekki haldið áfram. Leikmenn liðanna treystu sér ekki til að spila eftir það sem á undan var gengið. Nýr leiktími yrði auglýstur síðar og þá verður frítt á völlinn.


Tengdar fréttir

Leikur Breiðabliks og KR flautaður af

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að einn leikmaður Breiðabliks varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.

Góðar fréttir af Elfari Árna - heilaskönnun lokið

Elfar Árni Aðalsteinsson virðist hafa sloppið vel frá höfuðhögginu sem hann fékk í upphafi leiks Breiðabliks og KR í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var flautaður af í kjölfarið en leikmenn og forráðamenn félaganna voru í mikli áfalli enda leit þetta mjög illa út.

Frítt inn þegar leikur Blikar og KR verður spilaður að nýju

Leikur Breiðabliks og KR í 16. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta sem fór fram á Kópavogsvellinum í kvöld var flautaður af eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson,leikmaður Breiðabliks, varð fyrir slæmum meiðslum. Leikurinn mun fara fram síðar.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.