Hver tekur við af Ferguson? 8. maí 2013 10:02 Margir stuðningsmenn Man. Utd vilja sjá Mourinho taka við af Ferguson. Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. Tvö nöfn eru helst upp á borði í dag. Það eru Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, og David Moyes, stjóri Everton. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma að Mourinho færi frá Real Madrid. Hefur hann verið þráfaldlega orðaður við endurkomu til Chelsea og sjálfur hefur hann gefið því undir fótinn að hann væri á leið til Englands. Nú velta menn því fyrir sér hvenær ákvörðun Ferguson um að hætta hafi raunverulega legið fyrir og hvort það hafi verið gert samkomulag við Mourinho fyrir nokkru síðan. Menn hafi síðan notað stöðuna hjá Chelsea til þess að slá ryki í augu áhugasamra. Það eru nokkur ár síðan byrjað var að ræða um að Mourinho væri líklega eini stjórinn sem væri nógu stórt nafn til þess að taka við af Ferguson. Portúgalinn er mikill vinur Ferguson, ber mikla virðingu fyrir honum og leggur sig fram við að hrósa honum. Það þyrfti því ekki að koma á óvart ef Mourinho kæmi á Old Trafford. Helsta vandamál Mourinho er aftur á móti að hann hefur ekki enst lengi í starfi. Hann nær árangri en skiptir iðulega um félag. David Moyes er ekki þannig. Hann er búinn að vera hjá Everton síðan 2002 og þykir hafa náð aðdáunarverðum árangri í starfi. Hann hefur margsannað að hann er klókur stjóri. Veðbankar eru með Moyes efstan á blaði í dag. Hann er Skoti eins og Ferguson, kann vel þá list að vinna vel með leikmönnum sínum og ná því besta út úr þeim. Þarf því ekki að koma á óvart að United horfi hýru auga til hans. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni. Tvö nöfn eru helst upp á borði í dag. Það eru Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, og David Moyes, stjóri Everton. Það hefur legið í loftinu í talsverðan tíma að Mourinho færi frá Real Madrid. Hefur hann verið þráfaldlega orðaður við endurkomu til Chelsea og sjálfur hefur hann gefið því undir fótinn að hann væri á leið til Englands. Nú velta menn því fyrir sér hvenær ákvörðun Ferguson um að hætta hafi raunverulega legið fyrir og hvort það hafi verið gert samkomulag við Mourinho fyrir nokkru síðan. Menn hafi síðan notað stöðuna hjá Chelsea til þess að slá ryki í augu áhugasamra. Það eru nokkur ár síðan byrjað var að ræða um að Mourinho væri líklega eini stjórinn sem væri nógu stórt nafn til þess að taka við af Ferguson. Portúgalinn er mikill vinur Ferguson, ber mikla virðingu fyrir honum og leggur sig fram við að hrósa honum. Það þyrfti því ekki að koma á óvart ef Mourinho kæmi á Old Trafford. Helsta vandamál Mourinho er aftur á móti að hann hefur ekki enst lengi í starfi. Hann nær árangri en skiptir iðulega um félag. David Moyes er ekki þannig. Hann er búinn að vera hjá Everton síðan 2002 og þykir hafa náð aðdáunarverðum árangri í starfi. Hann hefur margsannað að hann er klókur stjóri. Veðbankar eru með Moyes efstan á blaði í dag. Hann er Skoti eins og Ferguson, kann vel þá list að vinna vel með leikmönnum sínum og ná því besta út úr þeim. Þarf því ekki að koma á óvart að United horfi hýru auga til hans.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira