Fjölmargir leikir fóru fram í 2. umferð ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Óvæntustu úrslitin eru 4-3 sigur enska C-deildarliðsins Swindon á Stoke í framlengdum leik.
Swindon, sem er stýrt af Paolo Di Canio, komst í 2-0 í fyrri hálfleik í kvöld en James Collins skoraði bæði mörk liðsins.
Stoke náði svo að jafna metin með mörkum Kenwyne Jones og Jon Walters í síðari hálfleik og því þurfti að framlengja leikinn.
Aden Flint kom Swindon aftur yfir í framlengingunni en Peter Crouch jafnaði með skallamarki þegar níu mínútur voru eftir. Collins reyndist svo hetja Swindon þegar hann tryggði sínum mönnum 4-3 sigur og fullkomnaði um leið þrennu sína þegar lítið var eftir af leiknum.
Fulham féll einnig úr leik eftir að hafa tapað fyrir Sheffield Wednesday, 1-0. Önnur úrvalsdeildarlið sem spiluðu í kvöld komust áfram.
Enski deildabikarinn:
Preston North End - Crystal Palace 4-1
Watford - Bradford 1-2
Swansea - Barnsley 3-1
Yeovil - West Brom 2-4
West Ham - Crewe 2-0
Doncaster - Hull 3-2
Sheffield Wednesday - Fulham 1-0
Leicester - Burton Albion 2-4
QPR - Walsall 3-0
Stevenage - Southampton 1-4
Nottingham Forest - Wigan 1-4
Aston Villa - Tranmere 3-0
Crawley - Bolton 2-1
Gillingham - Middlesbrough 0-2
MK Dons - Blackburn 2-1
Leeds - Oxford 3-0
Sunderland - Morecambe 2-0
Norwich - Scunthorpe 2-1
Reading - Peterborough 3-2
Burnley - Plymouth 1-1 (3-2 í vítaspyrnukeppni)
Coventry - Birmingham 3-2 (eftir framlengingu)
Carlisle - Ipswich 2-1 (eftir framlengingu)
Stoke - Swindon 3-4 (eftir framlengingu)
Swindon sló Stoke úr leik
