Innlent

Skjálftinn á Suðurlandi - Yfirlit

Fjöldi sjálfboðaliða frá Rauða Krossinum var á Selfossi í gær.
Fjöldi sjálfboðaliða frá Rauða Krossinum var á Selfossi í gær.

Jarðskjálfti sem mældist 6.3 á Richter skók Suðurland í gær. Tæplega þrjátíu manns slösuðust, þó enginn alvarlega. Flestir þeirra sem meiddust hlutu skurði og skrámur en eitthvað var um beinbrot.

Gífurlegt eignartjón var á Selfossi, í Hveragerði, á Þorlákshöfn og þar um kring. Lítið var um tjón á mannvirkjum en þeim mun meira á innanstokksmunum.

Margar vatsnlagnir fóru í sundur með tilheyrandi tjóni.

Fólk var beðið um að halda sig utandyra fyrstu klukkutímana eftir skjálftann en þeim sem áttu hús sem voru heil var gefið leyfi til að snúa aftur heim undir kvöld. Margir kusu hins vegar að hafast frekar við í tjöldum, húsbílum og tjaldvögnum.

Fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða Krossins voru opnaðar á Selfossi og í Hveragerði en þar söfnuðust margir saman.

Hér fyrir neðan er að finna fréttirnar sem Vísir skrifaði um skjálftann í gær.


Tengdar fréttir

Fjöldahjálparstöð sett upp á Selfossi

Fréttir berast nú af því að nokkrir hafi slasast á Selfossi og víðar á Suðurlandi af völdum skjálftans í dag. Samkvæmt Almannavörnum voru þeir fluttir á heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en læknar þar eru hræddir um að skemmdir hafi orðið á byggingunni og því er ekki óhætt að taka við sjúklingum. Bygginging mun vera töluvert mikið skemmd og stendur til að rýma hluta hússins.

Mikið tjón í Eden en í lagi með Bóbó

Sveingbjörg Guðnadóttir verslunarstjóri í Eden í Hveragerði segir allt vera í rúst í búðinni. „Það bara hrundi allt niður sem gat hrunið,“ segir Sveinbjörg sem segir þennan skjálfta þann stærsta sem hún hefur upplifað. Búðinni var lokað í kjölfarið.

Fjármálaráðherra er umhugað um fólkið

Árni Mathiesen segir ljóst að jarðskjálftinn í dag verði ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn er á morgun. Árni er staddur á Selfossi til að kynna sér aðstæður og hafði einnig komið við í Hveragerði. Árni segir að eyðileggingin sé talsverð.

Öflugur jarðskjálfti - 6,1 á Richter

Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 15:45 í dag. Jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði í samtali við Vísi að líklega hefði hann verið rúmlega 6 á Richter kvarðanum, sennilega á bilinu 6,1- 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, nær Reykjavík en Suðurlandsskjálftarnir sem riðu yfir sumarið 2000.

Á þriðja tug manna slasaðir

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir segir að á þriðja tug manna hafi slasast í jarðskjálftanum í dag. Enginn þó alvarlega svo vitað sé. Meiðslin eru allt frá skrámum og skurðum til beinbrota.

Búið að opna Óseyrarbrú

Aðeins Óseyrarbrú hefur verið lokað eftir skjálftann síðdegis en aðrir vegir eru opnir. Greinilegar skemmdir hafa orðið á brúnni en hún hefur nú verið opnuð.

Jarðskjálfti við Ingólfsfjall

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi, í dag klukkan 14:41. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 kílómetra dýpi og að skjálftar séu ekki óalgengir á þessum slóðum.

Búið að loka Ölfusárbrúnni

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er búið að loka Ölfusárbrúnni á meðan verið er að kanna skemmdir á hennni. Einnig hefur vegur við gosströnd farið í sundur sem og á veginum við Eyrarbakka.

Sjúkrahúsið á Selfossi rýmt

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið rýmd vegna hættu á öðrum stórum skjálfta. Verið er að fara með fólk út í rútur en flestir halda þó ró sinni.

Mikið tjón í Heiðarbrún í Hveragerði

Þau Ingibjörg Garðarsdóttir og Róbert Hlöðversson eru búsett á Heiðarbrún 66 í Hveragerði en í þeirri götu virðist einna mesta eignatjónið í skjálftanum átt sér stað. Ingibjörg segist blessunarlega hafa verið stödd út á götu þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist ekki hafa heyrt af meiðslum hjá þeim sem búsettir eru í götunni en tjónið er gífurlegt.

Skjálftinn grynnri en sá sem var árið 2000

„Þessi skjálfti er að vissu leyti verri en sá sem var árið 2000 því að þessi er grynnri en sá sem var þá," segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2.

Hélt að þetta væri mitt síðasta

Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður er búsett í Hveragerði og hún hélt að það væri hennar síðasta þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu.

TM og Vís biðja fólk að taka myndir af skemmdum

Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref.

Fjöldahjálparstöðvar opnar í Hveragerði og á Selfossi í nótt

Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins verða opnar í Hveragerði og á Selfossi í nótt. Lítil ásókn hefur verið í fjöldahjálparstöðvarnar í nágrannabæjunum, og hefur því verið ákveðið að loka á Hvolsvelli, Hellu, Þykkvabæ, Stokkseyri og Eyrarbakka fyrir miðnætti.

„Það bara fór allt á hliðina“

„Það bara fór allt á hliðina," segir Lárus Bjarnasoníbúi á Selfossi sem sendi Vísi myndir af heimili sínu eftir skjálftann.

Rauði krossinn virkjar Hjálparsímann 1717

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar í Hveragerði og Selfossi. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna.

Skjálftinn hindraði Sirrý ekki í að halda sjötugsafmælið

Sirrý Geirsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, fagnaði 70 ára afmæli sínu í dag og hafði boðið til sín fjölda gesta á Hótel Örk í Hveragerði. Skjálftinn reið yfir um það leyti sem gestir voru að ganga í húsið. Að sögn Sirrýar urðu miklar skemmdir á hótelinu, einkum í eldhúsinu og var því ákveðið að hleypa engum inn í húsið.

Heilsuhælið rýmt - Neyðartjöldum komið fyrir við Hótel Örk

Heilsuhælið á Hveragerði var rýmt í dag skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Sæmundur Ingibjartsson yfirsmiður á hælinu segir að rúmlega 130 manns hafi verið á hælinu þegar skjálftinn reið yfir en enginn hafi slasast. Flestir vistmenn eru farnir til síns heima.

Grjóthrun í Herjólfsdal

Lögregla í Vestmannaeyjum segir grjót hafa hrunið niður í Herjólfsdal en ekki hafi enn verið tilkynnt um neitt tjón af völdum jarðskjálftans sem fannst þó glöggt þar. Vestmannaeyingur sendi meðfylgjandi mynd af grjóthruninu.

Óútskýranleg flóðbylgja í Færeyjum

Íbúar við Hvannasund í Færeyjum hafa verið varaðir við að vera niðri í fjöru eftir óútskýranlega flóðbylgju sem gekk þar yfir í gær.

Rauði krossinn tekur á móti fólki við Hótel Örk

Í Hveragerði getur fólk safnast saman á bílaplaninu nálægt Hótel Örk og mun viðbragðshópur Rauða krossins koma þangað innan stundar með aðstöðu.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgum.

Brúnt moldarský yfir Ingólfsfjalli

-Ég hélt að húsið myndi hrynja og að við myndum öll deyja, sagði Ásdís Sigurðardóttir, sem býr í fjölbýlishúsi að Fossvegi 2 á Selfossi, í samtali við Vísi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.