Innlent

Á þriðja tug manna slasaðir

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir segir að á þriðja tug manna hafi slasast í jarðskjálftanum í dag. Enginn þó alvarlega svo vitað sé. Meiðslin eru allt frá skrámum og skurðum til beinbrota.

Um 9000 sumarhús eru á skjálftasvæðinu en hópur björgunarsveitarmanna kembir nú svæðið til þess að kanna hvort þar finnist slasað fólk.

Fjöldinn allur af fólki á Selfossi, Hveragerði og nágrenni mun hafast við í kvöldum í kvöld og í nótt. Rauði Krossinn hefur sett upp miðstöðvar til þess að aðstoða það fólk.

Miðstöð Rauða krossins í Hveragerði er við Hótel Örk en á Selfossi er miðstöðin við Vallarskóla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×