Innlent

Stærstu eftirskjálftarnir yfir 4 á Richter

Jarðskjálftarnir urðu í grennd við Ingólfsfjall.
Jarðskjálftarnir urðu í grennd við Ingólfsfjall.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur mikið af eftirskjálftum riðið yfir Suðurland eftir stóra skjálftann síðdegis.

Nær samfelld skjálftahrina hefur verið á svæðinu og hafa nokkrir íbúar í Hveragerði haft á því orði að varla sé hægt að hella upp á kaffi vegna skjálfta og titrings. Eftirskjálftarnir eru langflestir smávægilegir en stærstu skjálftarnir eru þó um eða yfir 4 stig á Richter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×