Innlent

Búið að opna Óseyrarbrú

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar

Aðeins Óseyrarbrú hefur verið lokað eftir skjálftann síðdegis en aðrir vegir eru opnir. Greinilegar skemmdir hafa orðið á brúnni en hún hefur nú verið opnuð.

Ölfusárbrú var lokað um stutta stund en eftir að menn frá Vegagerðinni yfirfóru brúna þótti óhætt að opna hana að nýju. Einhverjar sprungur hafa myndast á vegum, til dæmis undir Ingólfsfjalli og við Eyrarbakka, en engar verulegar.

Að sögn Ingu Daníelsdóttur, vaktstjóra hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar, er fólk beðið um að hafa varan á og nefnir sem dæmi að eitthvað af grjóti hafi hrunið á vegi, meðal annars féll lítið bjarg á Nesjavallarveg.

Hún segir að umferðin austur frá Reykjavík sé nokkur og að flestir sem hringi inn í upplýsingaþjónustuna séu áhyggjufullir sumarbústaðaeigendur sem vilji keyra austur og athuga ástand eigna sinna.

Þess má geta að stöðugir eftirskjálftar eru í Hveragerði og í kringum svæðið þar sem upptökin voru. Vatnsleiðslur hafa farið í sundur í einhverjum húsum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.