Innlent

Grjóthrun í Herjólfsdal

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Ívar Örn

Lögregla í Vestmannaeyjum segir grjót hafa hrunið niður í Herjólfsdal en ekki hafi enn verið tilkynnt um neitt tjón af völdum jarðskjálftans sem fannst þó glöggt þar. Vestmannaeyingur sendi meðfylgjandi mynd af grjóthruninu.

Vakthafandi lögreglumaður sagði þá Eyjamenn nú ekki kippa sér upp við neina. „Jú, við fundum hann en við látum það nú ekkert á okkur fá,“ sagði hann og bætti því við að engar skemmdir hefðu verið tilkynntar til lögreglu enn sem komið væri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.