Innlent

Rauði krossinn virkjar Hjálparsímann 1717

Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar í Hveragerði og Selfossi. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna.

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi er í Vallarskóla, og er fólk beðið um að fara þangað. Því er bent á að vera vel klætt og taka með sér teppi ef möguleiki er á því að það kólnar með kvöldinu.

Rauði krossinn biður einnig sjálfboðaliða í Árnesingadeild að koma til aðstoðar í fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla.

Í Hveragerði hefur verið opnuð fjöldahjálparstöð við íþróttamiðstöðina, þar sem fólk verður aðstoðað í tjöldum. Viðbragðshópur af höfuðborgarsvæðinu hefur einnig verið virkjaður í Hveragerði, þar sem hjólhýsi Rauða krossins verður notað við fjöldahjálpina við íþróttamiðstöðina.

Þá hefur Rauði krossinn í Hveragerði beðið fólk sem vill aðstoða um að bjóða fram krafta sína.

Rauði krossinn er nú einnig að vinna að opnun fjöldahjálparstöðva í Þorlákshöfn, Stokkseyri, Eyrarbakka og á Hvolsvelli. Þá eru fulltrúar úr áfallahjálparteymi Rauða krossins á leið á austur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×