Innlent

Fjöldahjálparstöð sett upp á Selfossi

Frá sjúkrahúsinu á Selfossi
Frá sjúkrahúsinu á Selfossi

Fréttir berast nú af því að nokkrir hafi slasast á Selfossi og víðar á Suðurlandi af völdum skjálftans í dag.

Samkvæmt Almannavörnum voru þeir fluttir á heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en læknar þar eru hræddir um að skemmdir hafi orðið á byggingunni og því er ekki óhætt að taka við sjúklingum. Bygginging mun vera töluvert mikið skemmd og stendur til að rýma hluta hússins.

Sjúkralið á höfuðborgarsvæðinu er búið að senda tvo sjúkrabíla, auk bíla mannaða hjúkrunarfólki og tjöldum og vistum fyrir slasaða.

Fólk hefur einnig leitað á heilsugæslustöðina á Hveragerði.

Lögreglan á Selfossi vill koma því á framfæri að búið er að opna fjöldhjálparstöð í Sólvallaskóla á Selfossi. Verið er að vinna í uppsetningu slíkrar stöðvar í Hveragerði.

Ekki hafa fengist tilkynningar um alvarleg slys en fólki er ráðlagt að halda sig utandyra. Flest heimili eru á rúi og stúi og fólk getur komið saman í fjöldahjálparstöðinni.


Tengdar fréttir

Öflugur jarðskjálfti - 6,1 á Richter

Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 15:45 í dag. Jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði í samtali við Vísi að líklega hefði hann verið rúmlega 6 á Richter kvarðanum, sennilega á bilinu 6,1- 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, nær Reykjavík en Suðurlandsskjálftarnir sem riðu yfir sumarið 2000.

Jarðskjálfti við Ingólfsfjall

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi, í dag klukkan 14:41. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 kílómetra dýpi og að skjálftar séu ekki óalgengir á þessum slóðum.

Búið að loka Ölfusárbrúnni

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er búið að loka Ölfusárbrúnni á meðan verið er að kanna skemmdir á hennni. Einnig hefur vegur við gosströnd farið í sundur sem og á veginum við Eyrarbakka.

Skjálftinn grynnri en sá sem var árið 2000

„Þessi skjálfti er að vissu leyti verri en sá sem var árið 2000 því að þessi er grynnri en sá sem var þá," segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2.

Óútskýranleg flóðbylgja í Færeyjum

Íbúar við Hvannasund í Færeyjum hafa verið varaðir við að vera niðri í fjöru eftir óútskýranlega flóðbylgju sem gekk þar yfir í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×