Innlent

Búið að loka Ölfusárbrúnni

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er búið að loka Ölfusárbrúnni á meðan verið er að kanna skemmdir á hennni. Einnig hefur vegur við gosströnd farið í sundur sem og á veginum við Eyrarbakka.

„Hér er allt í hershöndum og þetta er klárlega öflugasti skjálfti sem ég hef upplifað," sagði varðstjóri á lögreglustöðinni á Selfossi þegar Vísir náði við hann sambandi.

„Það hrundi allt yfir mann, bæði úr hillum og sjónvarpið datt í gólfið."

Lögreglan segir að ekki hafi frést af meiðslum á fólki eða öðrum slysum.

Þeir sem hafa einhverjar fréttir af skjálftanum eru hvattir til þess að hafa samband við Vísi í síma 512-5203 eða ritstjorn@visir.is.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.