Innlent

Almannavarnarnefnd: Fólki heimilt að snúa aftur heim

Að mati sérfræðinga eru minni líkur en meiri á því að eftirskjálftar af þeirri stærð þess sem gekk yfir í dag muni fylgja.

Íbúar þeirra húsa sem heil eru fá leyfi til að snúa heim og dvelja þar í nótt. Íbúum húsa sem skemmzt hafa í verður ekki leyft að snúa heim í nótt. Þeim sem þurfa eða vilja gistingu að heiman er bent á að snúa sér til fjöldahjálparstöðva RKÍ og verður leyst úr vanda þeirra þar.

Hjálparstöðvarnar eru við barnaskólann í Hveragerði annars vegar og við Vallarskóla á Selfossi hins vegar.

Almannavarnanefndirnar vara við því að eftirskjálfta að bilinu 4 til 4,5 geti gengið yfir í nótt, en það er svipuð stærð og fyrri skjálftinn sem reið yfir í dag.

Ef bilanir koma upp í lagnakerfum sem gera þarf við strax í sveitarfélaginu Árborg er íbúum bent á að hringja í síma 820 9584. Grunn og leikskólar munu ekki starfa á morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×