Innlent

Öflugur jarðskjálfti - 6,1 á Richter

Kortið sýnir upptök skjálftans í Grímsnesinu við Þrastalund.
Kortið sýnir upptök skjálftans í Grímsnesinu við Þrastalund.

Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 15:45 í dag. Jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði í samtali við Vísi að líklega hefði hann verið rúmlega 6 á Richter kvarðanum, sennilega á bilinu 6,1- 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, nær Reykjavík en Suðurlandsskjálftarnir sem riðu yfir sumarið 2000.

Kortið hér til hliðar sýnir upptök skjálftans í Grímsnesi nærri Þrastalundi.

Skjálftinn fannst greinilega um allt höfuðborgarsvæðið og lék bókstaflega allt á reiðiskjálfi víða um Reykjaneshrygginn.

Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna jarðskjálftans. Einnig hafa sveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Rangárvallarsýslum verið settar í viðbragðsstöðu.

Þeir sem hafa einhverjar fréttir af skjálftanum eru hvattir til þess að hafa samband við Vísi í síma 512-5203 eða ritstjorn@visir.is.

Tengdar fréttir

Allsherjarútkall Landsbjargar

Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna jarðskjálftans. Einnig hafa sveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Rangárvallarsýslum verið settar í viðbragðsstöðu.

Jarðskjálfti við Ingólfsfjall

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi, í dag klukkan 14:41. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 kílómetra dýpi og að skjálftar séu ekki óalgengir á þessum slóðum.

Búið að loka Ölfusárbrúnni

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er búið að loka Ölfusárbrúnni á meðan verið er að kanna skemmdir á hennni. Einnig hefur vegur við gosströnd farið í sundur sem og á veginum við Eyrarbakka.

Skjálftinn grynnri en sá sem var árið 2000

„Þessi skjálfti er að vissu leyti verri en sá sem var árið 2000 því að þessi er grynnri en sá sem var þá," segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2.

Hélt að þetta væri mitt síðasta

Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður er búsett í Hveragerði og hún hélt að það væri hennar síðasta þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu.

Brúnt moldarský yfir Ingólfsfjalli

-Ég hélt að húsið myndi hrynja og að við myndum öll deyja, sagði Ásdís Sigurðardóttir, sem býr í fjölbýlishúsi að Fossvegi 2 á Selfossi, í samtali við Vísi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.