Samkvæmt fréttum frá Liverpool er liðið að nálgast hægri bakvörðinn svissneska Philipp Degen. Rafael Benítez ræddi í vikunni við Tom Hicks um leikmannakaup sumarsins og er Degen ofarlega á óskalista hans.
Degen er 25 ára og verður samningslaus eftir tímabilið. Hann er hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur leikið rúmlega 70 leiki með liðinu í þýsku deildinni síðan hann kom frá Basel, þar sem David tvíburabróðir hans leikur enn.