Gokhan Inler, leikmaður Udinese, hafnaði því að ganga til liðs við Arsenal eftir því sem umboðsmaður hans sagði.
Inler hefur verið orðaður við Arsenal í sumar eftir að Gilberto Silva, Alexander Hleb og Mathieu Flamini fóru frá félaginu.
„Við höfum ákveðið að Inler verði áfram hjá Udinese," sagði Dino Lambrini, umboðsmaður Inler. „Flestir knattspyrnumenn vilja spila fyrir lið eins og Arsenal. En í tilfelli Inler er þetta aðeins of snemmt."
Inler er svissneskur landsliðsmaður og gekk í raðir Udinese frá FC Zürich í fyrra. Hann þótti standa sig afar vel á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu.
Arsenal er þó enn orðað við þá Gareth Barry, leikmann Aston Villa, og Xabi Alonso hjá Liverpool. Báðir gætu þó ekki spilað með Arsenal í Meistaradeildinni fyrr en eftir áramót.
Inler hafnaði Arsenal
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti



„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn
