Erlent

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Vaxmyndir af Hillary Clinton og Barack Obama í eftirlíkingu af forsetaskrifstofu Hvíta hússins í vaxmyndasafni Madame Tussaud í Washington.
Vaxmyndir af Hillary Clinton og Barack Obama í eftirlíkingu af forsetaskrifstofu Hvíta hússins í vaxmyndasafni Madame Tussaud í Washington. MYND/AFP

Barak Obama sigraði í forkosningunum í Wisconsin í nótt og er þetta níundi sigur hans í röð í baráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Fréttaskýrendur segja að sigur Obama valdi Hillary Clinton og stuðningsmönnum hennar verulegum áhyggjum. Kjósendur í Wisconsin séu að mestu hvítir og teljist til verkalýðsstéttar í Bandaríkjunum. Sigur Obama þýði því öðrum þræði að hann sé í auknum mæli farinn að höfða til hefðbundinna stuðingsmanna Clinton.

Á sama tíma vann John McCain auðveldan sigur fyrir Mike Huckabee í ríkinu.

Flókið kosningakerfi

Obama og Clinton takast einnig á um stuðning svokallaðra ofurkjörmanna innan Demókrataflokksins. Kosningakerfi flokksins er afar flókið og stuðningur þeirra gæti skipt sköpum.

Ofurkjörmenn eru ekki valdir á flokksþingum í hverju ríki, heldur teljast þeir ofurkjörmenn eingöngu vegna stöðu sinnar sem fyrrum, eða núverandi embættismenn á vegum flokksins. Þeim er frjálst að styðja þann frambjóðanda sem þeir vilja.

Obama hefur stuðning fleiri kjörmanna en Clinton fleiri ofurkjörmanna. Það er því afar mjótt á mununum og talið ólíklegt að annað þeirra nái stuðningi nægilega margra kjörmanna til að úrslitin ráðist fyrir flokksþingið í ágúst.

Það sem flækir hlutina enn frekar er að stuðningur kjörmanna endurspeglar ekki atkvæði í kosningum. Í forkosningunum í Nevada sem dæmi vann Clinton með sex stigum, en Obama fékk einum fleiri kjörmenn vegna þeirrar aðferðar sem ríkið notar við að tilnefna kjörmenn.

Obama var spáð sigri í Wisconsin, Washingtonríki og Hawaii í þessari viku. Clinton horfir hins vegar til kosninga í Texas og Ohio 4. mars í von um sigur þar. Það gæti hjálpað henni að vinna upp forskot að nýju. Hún vonast einnig eftir sigri í Pensilvaníu í apríl.

Howard Wolfson upplýsingafulltrúi Clinton sagði á CNN að erfitt væri fyrir demókrata að kjósa þar sem frambjóðendurnir tveir væru sterkir með breiða stefnuskrá.

Nú eru menn einnig farnir að spá um hvernig frambjóðendunum myndi ganga hreppi þeir tilnefningu síns flokks. Kjósendur í Ohio eru samkvæmt könnuninni líklegri til þess að kjósa McCain umfram Obama og Hillary.

Í Pennsylvaníu snýst dæmið hins vegar við og í því ríki myndu bæði Obama og Hillary hafa betur gegn McCain.

Clinton er nú komin með 1.245 kjörmenn samkvæmt heimildum BBC en Obama er kominn fram úr henni með 1.319 kjörmenn.

John McCain hefur hins vegar tryggt sér 903 kjörmenn en Mike Huckabee 245.

Frambjóðendur Demókrata
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Samsett mynd/Rósa Jóhannsdóttir

 

Hillary Rodham Clinton - 59 ára - Öldungadeildarþingmaður fyrir New York - Yrði fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna - Vill enda stríðið í Írak, en studdi það í fyrstu. Hún vill endurreisa orðstír Bandaríkjanna í útlöndum, gera umbætur í heilbrigðiskerfinu og bæta réttindi kvenna.

Barack Obama - 46 ára - Öldungadeildarþingmaður fyrir Illinois, býr á Hawaii. Obama yrði fyrsti svarti forseti Bandaríkjanna. Faðir hans er frá Kenía og móðir frá Kansas - Hefur verið á móti stríðinu í Írak frá upphafi. Loforð hans um að hreinsa til í bandarískum stjórnmálum hafa orðið til þess að honum hefur verið líkt við John F. Kennedy.

Eftirfarandi frambjóðendur Demókrata hafa dregið framboð sitt til baka:

John Edwards - 54 ára - Lögmaður frá North Carolina, fyrrum öldungadeildarþingmaður og milljónamæringur - Sóttist eftir tilnefningu Demókrata 2004 - Gagnrýndur fyrir að halda áfram baráttunni eftir að kona hans var greind með krabbamein. Hún tekur þó virkan þátt í framboðinu - Hann lofar að senda herlið heim frá Írak og vill minnka bilið á milli ríkra og fátækra.

Mike Gravel - 77 ára - Fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Alaska og fyrirlesari frá Massachusetts. Hann er sá frambjóðenda sem hefur mesta reynslu í stjórnmálum.

Bill Richardson - 59 - Ríkisstjóri Nýju Mexico. Yrði fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem ættaður er frá rómönsku Ameríku - Vill bandarískt herlið frá Írak og aðgerðir heimafyrir til að berjast gegn hlýnun jarðar.

 

Eftir úrslit forkosninganna í Iowa tilkynntu öldungadeildarþingmennirnir Joe Biden og Chris Dodd að þeir myndu hætta baráttu sinni fyrir útnefningu Demókrataflokksins. Þeir fengu báðir minna en eitt prósent fylgi. Dennis Kucinich fulltrúi frá Cleveland í Ohio tilkynnti einnig að hann væri hættur baráttu eftir úrslit kosninganna í New Hampshire.

Frambjóðendur Repúblikana
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Samsett mynd/Rósa Jóhannsdóttir

 

Mike Huckabee - 52 ára - Heittrúaður baptisti og fyrrverandi prestur frá Arkansas sem vitnar gjarnan í Biblíuna. Var ríkisstjóri Arkansas og á lista Time tímaritsins yfir bestu ríkisstjórana 2006. Hann er á móti fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra.

John McCain - 71 árs - Öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona, býr í Virginíu. Stríðshetja sem gegndi herþjónustu í Víetnam og var í haldi víetnamskra hermanna í fimm ár. Bauð sig fram árið 2000 gegn George W. Bush - Styður fjölgun á herafla í Írak. Vill endurskoða innflytjendalög.

Þessir hafa dregið framboð sitt til baka:

Ron Paul - 72 ára - Þingmaður og læknir frá Texas. Býr í Pensilvaníu. Frjálshyggjumaður sem bauð sig fram til forseta í kosningunum 1988. Hefur afar íhaldssamar skoðanir á stjórnarskránni.

Rudy Giuliani - 62 ára - Lögmaður frá New York. Fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar. Leiddi borgarbúa í gegnum krísuna eftir hryðjuverkin 11. september 2001 - Trúir að Bandaríkin „eigi ekki að skilja Írak eftir í ringulreið." Gagnrýndur af trúarhópum fyrir frjálslyndar skoðanir á samkynhneigðum og fóstureyðingum.

Duncan Hunter - Þingmaður frá San Diego í Kaliforníu. Hann var fyrst kosinn á þing 1981. Hunter vill þrengja reglur um innflytjendur og landamæraeftirlit.

Mitt Romney - 60 ára - Frambjóðandi frá Michican. Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts og ríkasti frambjóðandinn í kosningabaráttunni. Kaupsýslumaður og skipuleggjandi vetrarólympíuleikanna 2002. Hefur horfið frá frjálslyndi til að auka fylgi meðal áhrifaríkfa íhaldsmanna. Sumum mislíkar að hann er mormónatrúar.

Fred Thompson - 65 ára - Dró framboð sitt til baka eftir forkosningarnar í Nevada. Hann er fyrrverandi öldungadeildarþingmaður og leikari frá Tennessee. Var stjarna Law and Order sjónvarpsþáttanna - Mjög íhaldssamur. Vill áframhaldandi hernað í Írak og Afghanistan.

 

Tom Tancredo lýsti yfir stuðningi við Mitt Romney þegar hann dró framboð sitt til baka um miðjan desember. Romney hætti hins vegar baráttunni eftir niðurstöður ofur-þriðjudagsins 5. febrúar.

Staða helstu frambjóðenda eftir Ofur-þriðjudaginn

Úr röðum Demókrata vann Hillary Clinton sigur í Oklahoma, Arkansas, Tennessee, New York, Massachusetts, New Jersey, Arizona, Kaliforníu og Nýja Mexíkó. Samkvæmt nýjustu tölum CNN hefur hún hlotið 1.211 kjörmenn.

Barack Obama sigraði í Georgiu, Illinois, Delaware, Alabama, Utah, North Dakota, Kansas, Connecticut, Minnesota, Colorado, Missouri, Idaho, Alaska, Washington DC, Maryland, Virginíu, Maine, Nebraska, Washington og Louisiana. Hann hefur hlotið 1.253 kjörmenn.

Repúblíkaninn John McCain sigraði í Connecticut, Illinois, New Jersey, Delaware, New York, Oklahoma, Arizona, Missouri, Kaliforníu, Washington, Virginíu, Maryland og Washington DC. Hann er nú með 827 kjörmenn.

Mitt Romney vann sigur í Massachusetts, Utah, North Dakota, Montana, Colorado og Alaska og fékk 286 kjörmenn áður en hann lauk keppni.

Mike Huckabee hefur hlotið 217 kjörmenn. Hann vann sigur í Vestur-Virginíu, Alabama, Arkansas, Georgíu og Tennessee, Kansas og Louisiana.


Tengdar fréttir

Clinton og Obama hnífjöfn en McCain með þægilegt forskot

Spennan magnast með hverri klukkustundinni en nú er rúmur sólarhringur þangað til hægt verður að segja til með nokkurri vissu hvaða tveir frambjóðendur munu berjast í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í nóvember. Á morgun verður kosið í rúmlega tuttugu ríkjum í forvali þar sem fulltrúar demókrata og republikana takast á um hver þeirra hlýtur tilnefningu. Þó getur svo farið að línur verði ekki að fullu ljósar eftir úrslit morgundagsins.

John Kerry styður Obama í forkosningunum

Frétt dagsins af forkosningum Demókrata í Bandaríkjunum er sú að öldungardeildarþingmaðurinn John Kerry hefur ákveðið að styðja Barak Obama í kosningnum.

Hillary Clinton sigraði óvænt í New Hampshire

Hillary Clinton sigraði mjög óvænt í forkosningunum í New Hampshire þrátt fyrir að allar skoðanakannanir hefðu sýnt hið gagnstæða. John McCain er öruggur sigurvegari hjá Repúblikönum

Útlit fyrir sigur Obama í Virginíu

Útlit er fyrir að öldungardeildarþingmaðurinn Barack Obama sigri í forskosningum demókrata í Virgínu í kvöld ef marka má útgöngusprár sem CNN birtir. Spennan er hins vegar mikil í baráttu repúblikananna John McCain og Mike Huckabee í sama fylki.

Al Gore útilokar ekki forsetaframboð í framtíðinni

Al Gore, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hefði ekki hug á að sitja í ríkisstjórn eftir næstu kosningar sem verða á næsta ári. Ef hann myndi snúa sér aftur að stjórnmálum yrði það sem forsetaframbjóðandi.

Spennan magnast fyrir forkosningarnar

Hálfur mánuður er í forkosningar í Bndaríkjunum þar sem menn berjast um að fá umboð síns flokks til að bjóða fram í forsetakosningum í nóvember á næsta ári. Það er Iowa ríki sem ríður á vaðið og nýjustu kannanir á meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa demókrata sýna að þau Hillary Clinton og Barack Obama mælast nánast jöfn.

Mitt Romney styður John McCain

Mitt Romney, frambjóðandi í forkosningum repúblikana í Bandaríkjunum, sem dró sig út úr keppninni á dögunum hefur lýst því yfir að hann styðji John McCain í baráttunni fyrir útnefningu.

Íbúar Iowa ríða á vaðið á morgun

Fyrstu forkosningar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun í Iowa ríki. Spennan er mikil og benda kannanir til þess að á meðal frambjóðenda demókrata séu þrír með svipað fylgi en á meðal Repúblikana eru þeir tveir sem þykja líklegastir til þess að fara með sigur af hólmi.

Clinton og McCain eru sigurvegarar forkosninganna í nótt

Bandarískir fjölmiðlar segja nú að John McCain og Hillary Clinton hafi unnið forkosningarnar í Kaliforníu, fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, þótt enn eigi eftir að telja þar töluverðan hluta atkvæða.

Óbærileg spenna

Ég man vart eftir annarri eins fyrirtíðarspennu vegna forsetakosninganna

Edwards hættur við forsetaframboð

John Edwards hefur hætt við forsetaframboð sitt. Þá eru aðeins eftir þau Hillary Clinton og Barack Obama sem keppa um útnefningu demokrataflokksins fyrir forsetakosningarnar.

Obama sigraði með yfirburðum í Suður Karólínu

Barack Obama vann yfirburðasigur í forkosningum bandarískra demokrata í Suður Karolínu í gær. Hann fékk 55 prósent atkvæða en Hillary Clinton 27 prósent og John Edwards 18 prósent. Nú beinast augu manna að forkosningum í 22 fylkjum Bandaríkjanna þriðjudaginn fimmta febrúar.

Hillary aftur á sigurbraut

Hillary Clinton virðist vera komin aftur á sigurbrautina eftir að hafa lent í þriðja sæti í forkosningum demókrata í Iowa í byrjun mánaðarins. Hún sigraði í New Hampshire í þar síðustu viku og svo aftur í Nevada í gær.

Obama sigrar líklegast í Suður-Karólínu

Næstu tvær forkosningar hjá Demókrötum og Repúblikönum verða í Suðurríkjunum, nánar tiltekið í Suður-Karólínu og Flórída, á næstu tíu dögum. Hvað Suður-Karólínu hjá demókrötum varðar er talið að Barack Obama eigi meiri líkur og sigri en Hillary Clinton þar sem stór hluti íbúa í fylkinu er blökkumenn.

Obama og McCain hljóta stuðning LA Times

Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag“ en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum.

Sigurganga Obama heldur áfram

Barack Obama bar sigur úr býtum á öllum svæðunum þremur sem héldu forkosningar í gær í baráttunni um útnefningu í bandarísku forkosningunum. Sigrar Obama í Mayryland, Virginíu og höfuðborginni Washington þýða að hann hefur nú nokkuð forskot á keppinaut sinn Hilllary Clinton.

Obama og Huckabee sigruðu í Iowa

Það eru þeir Barak Obama og Mike Huckabee sem standa uppi sem sigurvegarar eftir forkosninguna í Iowa sem lauk í nótt

Schwarzenegger styður McCain

Enn vænkast hagur John McCain öldungadeildarþingmannsins frá Arizona. Nú hefur Arnold Schwarzenegger hinn vinæsli ríkisstjóri Kaliforníu stigið fram og lýst yfir stuðningi sínum við McCain.

Hillary með forskot í New Hampshire þrátt fyrir stuðning Opruh

Hillary Clinton heldur enn forystu í kapphlaupinu um New Hampshire fyrir komandi forkosningar sem haldnar verða í janúar. Skoðannakönnun sem FOX sjónvarpsstöðin gerði sýnir að Clinton er með níu prósenta forystu í ríkinu þrátt fyrir að sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey hafi lagst á árar með helsta keppinaut hennar, Barak Obama.

Obama gæti komið japönsku fiskiþorpi á kortið

Barack Obama hefur nú naumt forskot á Hillary Clinton eftir að hann hafði sigur á henni í forkosningum í þremur fylkjum í Bandaríkjunum í gær. Obama barst stuðningur úr óvæntri átt á dögunum.

Obama á sigurgöngu

Barack Obama fór með sigur af hólmi í forkosningum demókrata í maine ríki í Bandaríkjunum í nótt. Helgin var góð fyrir Obamama en á laugardag sigraði hann í Louisiana, Nebraska og Washington ríki.

Hillary Clinton táraðist í New Hampshire

Forkosningarnar í New Hampshire eru í dag og það lítur allt út fyrir að demókratinn Barak Obama og repúblikaninn John McCain muni fara með sigur af hólmi

Obama vann í Georgíu

Barack Obama sigraði í forkosningum í Georgíu hjá Demókrötum samkvæmt útgönguspám að því er CNN greinir frá. Mjótt er á munum hjá Repúblikönum og of snemmt að segja til um úrslitin þar.

Velgengni Obama rakin til stuðnings Opruh

Barak Obama, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, hefur náð forskoti á Hillary Clinton í Iowa þar sem forkosningar verða 3. janúar. Velgengni Obama þykir mega þakka nýtilkomnum stuðningi þekktustu fjölmiðlakonu í heimi - Opruh Winfrey.

Clinton og Obama vongóð

Of jafnt er á milli Hillary Clinton og Barack Obama til að segja nokkuð um úrslit Demókrata, jafnvel ekki fyrr en eftir um mánuð. Öfugt við sigurvegara repúblíkana er sigur þess sem tilnefndur er fyrir Ddemókrata byggður á fjölda kjörmanna.

Tancredo dregur sig úr kapphlaupinu um forsteaembættið

Repúblikaninn Tom Tancredo dró í dag framboð sitt til þess að verða frambjóðandi flokks síns í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári tilbaka. Við sama tilefni lýsti hann stuðningi við Mitt Romney, öldungardeildarþingmann frá Massachusetts.

Thompson hættir baráttu um útnefningu Repúblíkana

Fred Thompson fyrrverandi öldungadeildarþingmaður hefur dregið sig úr kapphlaupinu um útnefningu forsetaefnis Repúblíkanaflokksins eftir slæmt gengi í forkosningum fram til þessa. Í yfirlýsingu sagðist hann vonast til að flokkurinn og þjóðin öll hefði notið einhvers af framboði hans.

Obama með tveggja tölu forskot

Bilið breikkar á milli Barack Obama og Hillary Clinton í kjöri um forsetaframbjóðenda demókrata. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Obama 13 prósenta forskot á Clinton og mælist nú með 41 prósenta fylgi fyrir kosningarnar í New Hampshire sem fara fram á morgun.

Loksins sigraði Romney

Fréttaskýrendur eru farnir að líkja forkosningunum í Bandaríkjunum sem rússibanaferð þar sem allt getur gerst. Og nú var komið að Mitt Romney sem vann forkosningar Repúblikana í Michigan nokkuð örugglega. Hillary Clinton vann táknrænan sigur Demókrata.

Clinton hjónin eflast við mótlæti

Hillary Clinton fagnar varnarsigri í forkosningunum í New Hampshire, eftir að allar kannanir höfðu spáð Barack Obama yfirgnæfandi sigri. Góður vinur Clinton hjónanna segir í einkaviðtali við Stöð tvö að þau taki ósigrum illa og séu aldrei ákveðnari en þegar á móti blæs.

Lieberman styður McCain

Bandarsíski öldungardeildarþingmaðurinn Joe Lieberman hefur lýst yfir stuðningi við John McCain sem býður sig fram í embætti forseta fyrir hönd Repúblikana. Lieberman var Demókrati þegar hann var kjörinn í öldungardeildina en segist nú vera sjálfstæður.

McCain talinn nær öruggur um útnefningu Repúblikana

Hver áhrifamaðurinn á fætur öðrum innan Repúblikanaflokksins lýsir nú yfir stuðningi við John McCain sem forsetaefni flokksins. Allar líkur eru á að hann tryggi sér útnefningu flokksins eftir forkosningarnar í 22 ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudag.

Grateful Dead styður Barak Obama

Hin þjóðsagnakennda hljómsveit Grateful Dead kom saman í gærkvöldi á tónleikum til stuðnings Barak Obama.

McCain lýsir yfir sigri

John McCain hefur í fyrsta sinn talað um sig sem sigurvegara forkosninga Repúblíkana. „Ég held að við verðum að venjast tilhugsuninni um að við erum forsetaefni Repúblíkanaflokksins til forsetakosninga Bandaríkjanna. Og ég er bara ekki óánægður með það," sagði McCann blaðamönnum þegar niðurstöður voru enn að berast seint í gærkvöldi.

Oprah sökuð um að taka kynþátt fram yfir kyn

Harðar deilur hafa spunnist á heimasíðu bandarísku spjallþáttadrottningarinnar Opruh Winfrey vegna stuðnings hennar við Barack Obama í forvali demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Þykir mörgum sem Oprah hafi svikið kynsystur sína, Hillary Clinton, sem fyrst kvenna eigi raunverulegan möguleika á að verða forseti Bandaríkjanna.

Clinton lánaði eigin kosningasjóð 330 milljónir

Clinton lagði til fimm milljónir bandaríkjadala, rúmlega 330 milljónir íslenskra króna, í kosningasjóð sinn úr eigin vasa fyrir forkosningarnar á þriðjudag. Þá munu sumir lykilstarfsmenn kosningaframboðs hennar einnig hafa samþykkt að vinna launalaust í einn mánuð samkvæmt heimildum CNN sjónvarpsstöðvarinnar.

Obama eykur forskot sitt á Clinton í Iowa

Það stefnir í spennandi forkosningar í ríkinu Iowa á fimmtudag, hinar fyrstu í forvalinu á forsetaefnum flokkanna tveggja í Bandaríkjunum. Nýjustu kannanir sýna að Barak Obama eykur forskot sitt á Hillary Clinton hjá Demókrötum.

Litlu munar á McCain og Romney í Flórída

Forkosningar Repúblikana í Flórída verða haldnar í dag og síðustu skoðanakannanir sýna að mjótt er á munum milli John McCain og Mitt Romney.

Obama tekur forystuna í New Hamshire

Hillary Clinton og Barack Obama berjast nú hart fyrir tilefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni á næsta ári. Framboð Hillary varð fyrir áfalli í gær er skoðanakönnun sýndi í fyrsta sinn að Obama fær fleiri atkvæði en hún í komandi forkosningum í ríkinu New Hampshire

Stefnir í stórsigur Obama í New Hampshire

Nýjustu skoðanakannanir í New Hampshire gefa til kynna að Barak Obama vinni stórsigur á Hillary Clinton. Obama mælist nú með tíu prósent meira fylgi en Clinton

Edwards lofar því að ná fram stöðugleika

John Edwards var staddur í New Hampshire í gær til þess að afla sér stuðning kjósenda þar fyrir forkosningar demókrata, um forsetaembættið, sem fram fara á næsta ári.

Huckabee vann í Vestur Virginíu

Fyrstu úrslit í forkosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í dag í 24 fylkjum eru kunn. Samkvæmt útgönguspám var það predikarinn fyrrverandi Mike Huckabee sem sigraði í Vestur Virginíu.

Mitt Romney hættur

Mitt Romney hefur nú staðfest þann orðróm að hann sé hættur við að sækast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum fyrir komandi forsetakostningar. Þetta kom fram í ræðu sem Romney hélt nú rétt í þessu.

Obama gæti náð umtalsverðu forskoti á Clinton

Barack Obama er talinn sigurstranglegri í forkosningum demókrataflokksins í kvöld sem að þessu sinni fara fram á svæðinu í kringum Potomac ánna, í Virginíu, Maryland og í höfuðborginni Washington. Gangi þær spár eftir gæti honum tekist að ná umtalsverðu forskoti á forsetafrúna fyrrverandi í keppninni um útnefningu demókrataflokksins.

Mikil spenna fyrir forkosningarnar á morgun

Á morgun þriðjudag gæti orðið ljóst hverjir verða frambjóðendur demókrata og repúblikana í forsetakosningunum seint á þessu ári í Bandaríkjunum. Kosið verður í 24 ríkjum þar á meðal tveimur hinna fjölmennustu, Kaliforníu og New York.

Góð kjörsókn í Suður Karólínu

Kjörsókn í forkosningum demókrata í Suður Karólínu hefur verið góð í dag og spá sumir metþáttöku. Barack Obama hefur verið efstur í flestum könnunum og er búist við því að hann fari auðveldlega með sigur af hólmi. Þetta eru síðustu forkosningar demókrata fyrir „Super Tuesday" eftir tíu daga en þá munu 20 ríki halda forskosningar. Repúblikanar hafa þegar haldið sínar forkosningar í Suður Karólínu og hafa þeir þeir þegar snúið athygli sinni að Flórída en þar verður kosið á þriðjudaginn kemur.

Clinton og Obama takast harkalega á

Hillary Clinton og Barack Obama sem berjast um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember, tókust harkalega á í kappræðum fyrir forkosningarnar í Suður-Karólínu. Obama sakaði Clinton um að segja hvað sem er til að fá atkvæði.

Barak Obama sigraði í Wisconsin

Barak Obama sigraði í forkosningunum í Wisconsin í nótt og er þetta níundi sigur hans í röð í baráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Dregur saman með Clinton og Obama

Barack Obama og Hillary Clinton njóta svipaðs stuðnings meðal Demókrata á landsvísu í Bandaríkjunum, samkvæmt skoðanakönnun sem Washington Post birtir í dag. Clinton er samkvæmt könnuninni með 47 prósent stuðning en Obama 43 prósent.

Kosið í nærri helmingi ríkja

Bandaríkjamenn í nærri helmingi fylkja Bandaríkjanna ganga að kjörborðinu í dag til að velja frambjóðendur stóru flokkanna tveggja.

Kærleikar með Clinton og Obama í kappræðum

Barack Obama og Hillary Clinton sýndu á sér sínar bestu hliðar í kappræðum demókrata í Bandaríkjunum í gærkvöldi og féllust síðan í faðma að umræðum loknum.

Obama skoraði þrennu og Huckabee tvennu

Barak Obama skoraði þrennu í forkosningunum í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Obama vann í öllum þremur ríkjunum sem kosið var í, Louisiana, Nebraska og Washington. Eftir gærkvöldið hefur Obama jafnmarga kjörmenn og Hillary Clinton.

Berjast um ofurkjörmenn Demókrata

Barack Obama og Hillary Clinton takast nú á um stuðning svokallaðra ofurkjörmanna innan Demókrataflokksins. Kosningakerfi flokksins er afar flókið og stuðningur þeirra gæti skipt sköpum.

Skakkar kannanir vestra

Blessunarlega eru skoðanakannanir ekki búnar að eyðileggja pólitíska ærslaleiki.

Huckabee sterkur í Suður-Karólínu

Flestir repúblikanar í Suður - Karólínufylki vilja Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra í Arkansas, sem næsta forseta Bandaríkjanna ef marka má niðurstöður skoðanakannanar CNN fréttastöðvarinnar, sem birtar voru í dag. Samkvæmt könnuninni nýtur Huckabee stuðnings 24% kjósenda og bætir við sig þremur prósentum úr fyrri könnun, sem gerð var í júlí.

Gore segir ekki hvern hann styður

Þrýstingur fer vaxandi á Al Gore, fyrrverandi varaforseta Badaríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, að hann lýsi yfir stuðningi við annanhvorn frambjóðandann sem eftir er í forkosningum demótkrata, Hillary Clinton eða Barack Obama.

Milljónir Bandaríkjamanna ganga til kosninga í 24 ríkjum

Búist er við góðri kjörsókn víðast hvar verið í forkosningunum sem nú standa yfir í Bandaríkjunum. Íbúar 24 ríkja hópast nú á kjörstaði til þess að taka þátt í að velja forsetabrambjóðanda fyrir demókrata og repúblikana. Í kosningunum fá frambjóðendur úthlutað kjörmönnum sem á endanum munu síðan velja frambjóðenda. Um 42 prósent kjörmanna verða valdir í dag og er talið líklegt að niðurstöðurnar skeri úr um hver hljóti tilnefninguna hjá repúblikönum. Margt bendir til þess að úrslitin í nótt verði á þá leið að John McCain nái að sigra Mitt Romney og hljóta þar með tilnefningu síns flokks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×