Erlent

Fráfall Bhuttos snertir frambjóðendur í Bandaríkjunum

Clinton segir að þörf sé á reynslumiklum forseta.
Clinton segir að þörf sé á reynslumiklum forseta.

Morðið á Benazir Bhutto í Pakistan í gær hafði áhrif á kosningabaráttu frambjóðenda fyrir forkosningar um forsetaembættið í Bandaríkjunum.

Frambjóðendur brugðust við fréttunum af miklu kappi. Repúblikaninn John McCain og demókratinn Hillary Clinton sögðu að atburðir gærdagsins bentu til þess að Bandaríkin þyrftu reyndan forseta, en þau tvö hafa bæði reynt að höfða til kjósenda með því að vísa til mikillar reynslu sinnar úr pólitík.

Giuliani, frambjóðandi í repúblikanaflokknum, sagði í yfirlýsingu að morðið á Bhutto sýndi að þörf væri á að efla baráttuna gegn hryðjuverkum enn frekar. Hann birti nýja auglýsingu í gær og minnti fólk á hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×