Innlent

Huckabee sterkur í Suður-Karólínu

Mike Huckabee er að styrkja stöðu sína verulega þessa dagana.
Mike Huckabee er að styrkja stöðu sína verulega þessa dagana.

Flestir repúblikanar í Suður - Karólínufylki vilja Mike Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóra í Arkansas, sem næsta forseta Bandaríkjanna ef marka má niðurstöður skoðanakannanar CNN fréttastöðvarinnar, sem birtar voru í dag. Samkvæmt könnuninni nýtur Huckabee stuðnings 24% kjósenda og bætir við sig þremur prósentum úr fyrri könnun, sem gerð var í júlí.

Fred Thompson, leikari og fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, var í öðru sæti í könnuninni. Þar næstir komu Rudy Giuliani og Mitt Romney með 16%. John McCain varð fimmti í röðinni með þrettán prósent.

Fylgi Huckabees í Suður - Karólínu er í takti við þá miklu aukningu sem hefur mælst á fylgi hans á landsvísu að undanförnu. Forkosningar repúblikana í Suður-Karólínufylki verða haldnar þann 19. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×