Obama og McCain hljóta stuðning LA Times 2. febrúar 2008 17:25 John McCain svarar spurningum fréttamanna í flugi frá St. Louis til Chicago í gær. MYND/AFP Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag" en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum. Blaðið lofaði Obama fyrir að vera hvetjandi leiðtoga sem kæmist hjá mannskæðu kosningaþrasi og McCain sem staðfastan íhaldssinna sem væri fylgjandi grundvallar einstaklingshyggju. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðið lýsir yfir stuðningi við frambjóðendur til forsetakosninga frá árinu 1972. Obama hefur einnig hlotið stuðning Stefnumótunarnefndar frjálslyndra í Bandaríkjunum. Á fréttavef CNN segir að um 70 prósent melðimanna sem telja meira en þrjár milljónir, styðji Obama, en 30 prósent Clinton. Verkalýðssamtök starfsmanna í þjónustuiðnaði styður einnig Obama en á vegum þeirra eru 650 þúsund meðlimir. Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey mun taka þátt í uppákomu á vegum hans í Los Angeles á morgun, tveimur dögum áður en Demókratar í Kaliforníu og 21 öðru ríki ganga til kosninga. Michelle Obama eiginkona hans og Caroline Kennedy munu einnig koma þar fram en forsetaframbjóðandinn sjálfur verður í Delaware. Hillary Clinton var í Kaliforníu í gær eftir að hafa tekið þátt í rúmlega tíu gervihnattarviðtölum í þeim ríkjum sem kosið verður í á þriðjudag. Íhaldssami fréttaskýrandinn Ann Coulter lýsti því yfir á fimmtudag að hún væri tilbúin að kjósa Clinton fram yfir McCain ef þau yrðu í úrslitabaráttunni í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsyfirlýsingin kom nokkuð á óvart. Í sjónvarpsviðtali á Fox fréttastöðinni sagði Coulter að McCain væri ekki sannur Repúblíkani. „Ef þú leitar að því sem hann stendur fyrir og tekur ekki tillit til hvort það stendur R eða D aftan við nafnið hans, ef hann verður frambjóðandi Repúblíkana, þá verður Hillary stelpan okkar, af því að hún er íhaldssamari en hann er," sagði Coulter; „Ég held að hún verði sterkari í stríðinu gegn hryðjuverkum." Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Frambjóðendur forkosninga Demókrata og Repúblíkana keppast nú um suðning þekktra aðila og kjósenda með sjónvarpsauglýsingum fyrir forkosningarnar á „Ofur-þriðjudag" en þá fara fram kosningar í flestum ríkjum Bandaríkjanna. John McCain og Barack Obama hlutu stuðning Los Angeles Times sem er eitt mest lesna dagblað í Bandaríkjunum. Blaðið lofaði Obama fyrir að vera hvetjandi leiðtoga sem kæmist hjá mannskæðu kosningaþrasi og McCain sem staðfastan íhaldssinna sem væri fylgjandi grundvallar einstaklingshyggju. Þetta er í fyrsta sinn sem blaðið lýsir yfir stuðningi við frambjóðendur til forsetakosninga frá árinu 1972. Obama hefur einnig hlotið stuðning Stefnumótunarnefndar frjálslyndra í Bandaríkjunum. Á fréttavef CNN segir að um 70 prósent melðimanna sem telja meira en þrjár milljónir, styðji Obama, en 30 prósent Clinton. Verkalýðssamtök starfsmanna í þjónustuiðnaði styður einnig Obama en á vegum þeirra eru 650 þúsund meðlimir. Spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey mun taka þátt í uppákomu á vegum hans í Los Angeles á morgun, tveimur dögum áður en Demókratar í Kaliforníu og 21 öðru ríki ganga til kosninga. Michelle Obama eiginkona hans og Caroline Kennedy munu einnig koma þar fram en forsetaframbjóðandinn sjálfur verður í Delaware. Hillary Clinton var í Kaliforníu í gær eftir að hafa tekið þátt í rúmlega tíu gervihnattarviðtölum í þeim ríkjum sem kosið verður í á þriðjudag. Íhaldssami fréttaskýrandinn Ann Coulter lýsti því yfir á fimmtudag að hún væri tilbúin að kjósa Clinton fram yfir McCain ef þau yrðu í úrslitabaráttunni í forsetakosningunum í nóvember. Stuðningsyfirlýsingin kom nokkuð á óvart. Í sjónvarpsviðtali á Fox fréttastöðinni sagði Coulter að McCain væri ekki sannur Repúblíkani. „Ef þú leitar að því sem hann stendur fyrir og tekur ekki tillit til hvort það stendur R eða D aftan við nafnið hans, ef hann verður frambjóðandi Repúblíkana, þá verður Hillary stelpan okkar, af því að hún er íhaldssamari en hann er," sagði Coulter; „Ég held að hún verði sterkari í stríðinu gegn hryðjuverkum."
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira