Erlent

Barak Obama sigraði í Wisconsin

Barak Obama sigraði í forkosningunum í Wisconsin í nótt og er þetta níundi sigur hans í röð í baráttunni um útnefninguna sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Fréttaskýrendur segja að sigur Obama valdi Hillary Clinton og stuðningsmönnum hennar verulegum áhyggjum. Kjósendur í Wisconsin séu að mestu hvítir og teljist til verkalýðsstéttar í Bandaríkjunum. Sigur Obama þýði því öðrum þræði að hann sé í auknum mæli farinn að höfða til hefðbundinna stuðingsmanna Clinton.

Á sama tíma vann John McCain auðveldan sigur fyrir Mike Huckabee í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×