Erlent

Al Gore útilokar ekki forsetaframboð í framtíðinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Al Gore tók við Nóbelsverðlaunum í dag.
Al Gore tók við Nóbelsverðlaunum í dag.

Al Gore, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann hefði ekki hug á að sitja í ríkisstjórn eftir forsetakosningarnar sem verða á næsta ári. Ef hann myndi snúa sér aftur að stjórnmálum yrði það sem forsetaframbjóðandi.

Gore, sem hlaut Nóbelsverðlaunin, í Osló í dag, fyrir baráttu gegn loftslagshlýnun, ítrekaði þó að hann hefði engin áform um að bjóða sig fram til forseta á næsta ári.

„Ég hef engin áform um að bjóða mig fram," sagði hann í viðtali í ráðhúsinu í Osló. Gore, sem er demókrati, tapað fyrir George Bush yngri í kosningum árið 2000. „Ég hef ekki útilokað að ég muni snúa mér aftur að stjórnmálum einhvern tímann seinna. En ef ég sný mér aftur að pólitíkinni þá er það bara í framboði til forseta. Ekki í neinni annarri stöðu," sagði Gore í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×