Erlent

Tancredo dregur sig úr kapphlaupinu um forsteaembættið

Repúblikaninn Tom Tancredo dró í dag framboð sitt til þess að verða frambjóðandi flokks síns í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári tilbaka. Við sama tilefni lýsti hann stuðningi við Mitt Romney, öldungardeildarþingmann frá Massachusetts.

Tancredo er frá Colorado og hefur einna helst barist fyrir strangari reglum í innflytjendamálum í kosningabarráttu sinni. Þótt það sé málefni sem kjósendur repúblikana telja mikilvægt dugði það ekki til að afla Tancredo nægilegs fylgis í baráttunni. Sú barátta er nær einokuð af þeim Rudy Giuliani, Mitt Romney og Mike Huckabee.

Tancredo kaus því að draga sig í hlé og lýsa stuðningi við þann frambjóðanda úr röðum repúblikana sem hvað hörðustu afstöðuna hefur tekið í málefnum innflytjenda. Það er Mitt Romney sem saxað hefur grimmt á forskot Giuliani undanfarna mánuði. Það hefur Huckabee reyndar líka gert og því stefnir í spennandi lokasprett næstu mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×