Erlent

Obama með tveggja tölu forskot

Obama ásamt dóttur sinni á kosningafundi í Iowa.
Obama ásamt dóttur sinni á kosningafundi í Iowa. MYND/AFP

Bilið breikkar á milli Barack Obama og Hillary Clinton í kjöri um forsetaframbjóðenda demókrata. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Obama 13 prósenta forskot á Clinton og mælist nú með 41 prósenta fylgi fyrir kosningarnar í New Hampshire sem fara fram á morgun.

Hillary sem spáð hafði verið sigri í New Hampshire mælist með 28 prósenta fylgi samkvæmt könnun bandaríska dagblaðsins USA Today. John Edwards er með 19 prósent atkvæða.

Stuðningur við Obama virðist aukast jafnt og þétt frá því hann vann sigur í fyrstu forkosningunum í Iowa þar sem Clinton hafnaði í þriðja sæti.

Öldungadeildaþingmaðurinn John McCain hefur náð forskoti á keppinaut sinn Mitt Romney í hatrammri kosningabaráttu repúblíkananna.

Hillary sakar Obama um að tala um breytingar en bregðist kjósendum með því að segja ekki hvernig hann ætli að ná árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×