Erlent

Gore segir ekki hvern hann styður

Þrýstingur fer vaxandi á Al Gore, fyrrverandi varaforseta Badaríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels, að hann lýsi yfir stuðningi við annanhvorn frambjóðandann sem eftir er í forkosningum demótkrata, Hillary Clinton eða Barack Obama.

Gore er æðsti demókratinn sem enn hefur ekki gefið upp skoðun sína og heimildarmenn úr innsta hring flokksins segja að því sé ekki að vænta. Gore mun vera í góðu sambandi við bæði Hillary og Obama auk þess sem litið sé til þess að það geti komið sér vel fyrir flokkinn seinna meir að hafa jafn hátt settan mann og Gore hlutlausan, verði frambjóðendurnir að leysa úr ágreiningsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×