Erlent

Edwards lofar því að ná fram stöðugleika

John Edwards á undir högg að sækja.
John Edwards á undir högg að sækja.

John Edwards var staddur í New Hampshire í gær til þess að afla sér stuðning kjósenda þar fyrir forkosningar demókrata, um forsetaembættið, sem fram fara á næsta ári.

Í ræðu sem Edwards hélt lofaði hann að ná fram stöðugleika í landinu og breyta stjórnarháttum í Washington. Þá lofaði Edwards því að berjast gegn græðgi stórfyrirtækja.

Næsti viðkomustaður Edwards í kosningabaráttunni verður Iowa, en skoðanakannanir benda til þess að hann eigi talsvert undir högg að sækja gagnvart Hillary Clinton og Barak Obama í baráttunni um útnefningu sem forsetaefni demókrata.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×