Erlent

Íbúar Iowa ríða á vaðið á morgun

Hillary Clinton og Barack Obama þykja líklegust til að hreppa tilnefningu demókrata í Iowa á morgun.
Hillary Clinton og Barack Obama þykja líklegust til að hreppa tilnefningu demókrata í Iowa á morgun.

Fyrstu forkosningar fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum fara fram á morgun í Iowa ríki. Spennan er mikil og benda kannanir til þess að á meðal frambjóðenda demókrata séu þrír með svipað fylgi en á meðal Repúblikana eru þeir tveir sem þykja líklegastir til þess að fara með sigur af hólmi.

Í skoðannakönnunum sem framkvæmdar hafa verið í vikunni kemur í ljós að enn er töluverður hluti þeirra sem hugsa sér að fara á kjörstað enn ekki búinn að gera upp við sig hvaða frambjóðanda á að velja. 17 prósent demókrata eru enn óákveðnir og ríflega 25 prósent repúblikana eru enn óákveðnir. Kannanir CNN fréttastöðvarinnar sýna að rebúlikanarnir Mitt Romney og Mike Huckabee eru með svipað fylgi og þykir lítill möguleiki vera fyrir hendi að aðrir frambjóðendur blandi sér í toppslaginn í fylkinu.

Þau Hillary Clinton og Barack Obama eru þvísemnæst jöfn, Clinton með 33 prósent og Obama með 31 prósent. John Edwards er í þriðja sæti með 22 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×