Erlent

Hillary með forskot í New Hampshire þrátt fyrir stuðning Opruh

Hillary Clinton.
Hillary Clinton.

Hillary Clinton heldur enn forystu í kapphlaupinu um New Hampshire fyrir komandi forkosningar sem haldnar verða í janúar. Skoðannakönnun sem FOX sjónvarpsstöðin gerði sýnir að Clinton er með níu prósenta forystu í ríkinu þrátt fyrir að sjónvarpsstjarnan Oprah Winfrey hafi lagst á árar með helsta keppinaut hennar, Barak Obama.

Töluverður hluti þeirra sem þátt tóku í könnuninni sögðust enn óákveðnir og margir segja líklegt að þeir eigi eftir að skipta um skoðun.

FOX segir sérstaka athygli vekja að Hillary njóti enn meira fylgis á meðal kvenna í ríkinu þrátt fyrir stuðningsyfirlýsingu Opruh sem nýtur gríðarlegra vinsælda fyrir spjallþátt sinn. Þó eru konur undir 23 ára aldri hallari undir Obama en Clinton. Clinton nýtur þó meiri hylli karla í ríkinu og munar þar heilum fimmtán prósentum á henni og Obama.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×