Erlent

Stefnir í stórsigur Obama í New Hampshire

Nýjustu skoðanakannanir í New Hampshire gefa til kynna að Barak Obama vinni stórsigur á Hillary Clinton. Obama mælist nú með tíu prósent meira fylgi en Clinton

Forkosningarnar verða á morgun, þriðjudag, og staða Clinton er ekki góð. Henni hefur mistekist að finna svar við áhrifamiklum málflutningi Obama um þörfina á breytingum í bandarískum stjórnmálum. Í viðamikilli skoðannakönnun sem CNN gerði um helgina mældist Obama með 39% fylgi á móti 29% hjá Clinton. Aðrar skoðanakannanir segja muninn á þeim tveimur allt að 13%. Þetta er mikil breyting frá skoðanakönnunum fyrir viku síðan er þau mældust jöfn með 33% hvort um sig.

Hjá Repúblikönum er John McCain efstur með 32% atkvæða en næstur honum kemur Mitt Romney með 26%. Sigurvegarinn frá Iowa, Mike Huckabee mælist með 11% og er í fjórða sæti í skoðanakönnunum. Rudy Guliani skákar honum með 14% fylgi. Fréttaskýrendur benda á að mikill fjöldi óháðra kjósenda tekur þátt í forkosningunum í New Hampshire og er greinilegt að Obama nýtur mun meira fylgis meðal þeirra en Hillary Clinton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×