
Enski boltinn
Leikmenn Reading sleppa við refsingu

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur gefið það út að þeim Stephen Hunt og Ibrahima Sonko hjá Reading verði ekki refsað í kjölfar meiðslanna sem þeir ollu markvörðum Chelsea í leik liðanna um síðustu helgi. Í yfirlýsingu frá nefndinni segir að dómari leiksins hafi séð bæði atvik og ákveðið að gera ekkert í þeim og því verði ekki farið með málið lengra.