George Best er dáinn 25. nóvember 2005 13:28 Reuters Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag. Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag.
Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira