Veður

Fréttamynd

Hlýnar í veðri og gæti orðið flug­hált

Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vara við flug­hálku í fyrra­málið

Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið.

Veður
Fréttamynd

Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu

Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld.

Veður
Fréttamynd

Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni

Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum

Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina.

Veður
Fréttamynd

Hvassast á Vest­fjörðum

Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind.

Veður
Fréttamynd

Léttir til suð­vestan­lands

Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

Verður lík­lega mikið eftir af snjó og klaka

Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum.

Veður