Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Skil frá lægð á Grænlandshafi ganga nú frá vestri til austurs yfir landið og fylgir þeim suðaustlæg átt, víða kaldi eða strekkingur og rigning eða slydda með köflum, en snjókoma inn til landsins. Veður 25.11.2025 07:19
Vara við flughálku í fyrramálið Flughált getur orðið á vegum víða á morgun þegar það hlýnar með rigningu á láglendi í flestum landshlutum. Gert er ráð fyrir að það rigni í fremur hægum vindi og flughálka geti myndast þegar rigningardropar snöggfrysta á köldum vegum. Á þetta við um Reykjanesbraut og vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu snemma í fyrramálið. Veður 24.11.2025 19:20
Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Búast má við suðvestlægri eða breyilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu víðast hvar. Veður 21.11.2025 07:04
Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en aðeins meiri vindur norðantil eftir hádegi. Veður 14.11.2025 07:26
Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir vestanátt og skýjuðu veðri í dag. Það verður dálítil rigning eða slydda, einkum síðdegis, en lengst af þurrt sunnanlands. Veður 13.11.2025 07:18
Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld. Veður 12.11.2025 07:00
Gul viðvörun á Austfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðvestan hvassviðris eða storms á Austfjörðum á morgun. Veður 11.11.2025 12:23
Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Yfir Grænlandsjökli er öflug og víðáttumikil hæð, en vestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði. Staða veðrakerfanna veldur því norðaustanátt á landinu. Veður 11.11.2025 07:09
Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur. Veður 10.11.2025 07:07
„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. Veður 9.11.2025 20:25
Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Veður 9.11.2025 09:34
Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina. Veður 8.11.2025 08:33
Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Eins og undanfarna daga beinir hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi austan- og norðaustanátt til landsins þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til átján syðst á landinu. Veður 7.11.2025 07:12
Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði fyrir sunnan land mun beina austan- og norðaustanátt til landsins og verður víða gola eða kaldi í dag, en öllu hvassara suðaustantil eftir hádegi. Veður 6.11.2025 07:07
Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán syðst eftir hádegi. Veður 5.11.2025 07:01
Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en aðeins hvassari á Vestfjörðum í fyrstu. Veður 4.11.2025 07:11
Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Víðáttumikil lægð suður af landinu beinir norðaustlægri átt að landinu í dag. Víða verður kaldi eða strekkingur, en hægari norðaustantil. Veður 3.11.2025 07:09
Hvassast á Vestfjörðum Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind. Veður 2.11.2025 08:52
Léttir til suðvestanlands Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands. Veður 1.11.2025 08:29
Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum. Veður 31.10.2025 23:19
Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Veður 31.10.2025 07:11
„Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Búast má við miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu í dag, og strætisvagnar eru víða ekki á áætlun. Gular viðvaranir eru í kortunum og veðurfræðingur á von á mikilli hálku á morgun, þegar snjó tekur að leysa. Veður 30.10.2025 11:50
Gular veðurviðvaranir víða um land Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir víða um land. Þær taka gildi á föstudag og verða fram á laugardagsmorgun. Veður 30.10.2025 10:23
Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Klukkan sex í morgun náði frostið 19,8 gráðum á Sandskeiði, rétt austan við höfuðborgina. Mikið frost var á landinu öllu í nótt og eykur snjóþekjan enn á gaddinn. Veður 30.10.2025 08:23