Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Víðáttumikið hæðakerfi suður í hafi veldur hæðahrygg sem teygir sig yfir landið og verða almennt vindar hægir í dag en þó einhver strekkingur norðvestantil. Búast má við snjókomu eða éljum um landið norðan- og austanvert. Veður 5.1.2026 07:18
Þykknar upp og snjóar Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, en 8-13 við norðvesturströndina. Þykknar víða upp og dálítil él á víð og dreif seinni partinn, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Veður 4.1.2026 08:27
Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Búist er við tveggja til tólf stiga frosttölum í helstu byggðakjörnum landsins í dag en það gæti hlýnað með ströndinni norðan- og vestanlands í kvöld og á morgun. Við Kárahnjúka á Austurlandi er aftur á móti spáð hátt í tuttugu stiga frosti. Veður 3.1.2026 07:18
Væta vestantil eftir hádegi Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands. Veður 27.12.2025 07:36
Kuldaskil á leið yfir landið Kuldaskil eru nú á leið austur yfir landið með rigningu eða slyddu, og snjókomu til fjalla. Veður 26.12.2025 07:50
Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu. Veður 25.12.2025 21:27
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet „Einn öfgafyllsti atburður sem hefur sést í loftslagssögu heimsins,“ stendur í færslu notanda á X sem fylgist með óvenjulegu hitastigi um allan heim en hitamet var slegið í gær. Íslenskur veðurfræðingur gefur lítið fyrir staðhæfinguna. Veður 25.12.2025 14:04
Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Það blés hraustlega á landinu í gær og í nótt, sérstaklega um landið norðvestanvert. Sunnanáttinni fylgdu mikil hlýindi og í gærkvöldi var desemberhitametið slegið í hnjúkaþey á Seyðisfirði en þar komst hitinn í 19,8 stig. Veður 25.12.2025 08:21
Jólin verða rauð eftir allt saman Sunnan hvassviðri eða stormur er í fullum gangi á landinu í dag. Hvassast er á norðanverðu landinu. Auk þess er spáð talsverðri eða mikilli rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu. Veður 24.12.2025 07:33
Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Nú í morgunsárið er tiltölulega rólegur vindur á landinu og lítil úrkoma heilt yfir. Það á síðan að breytast, því síðdegis á að ganga í mikið og langvinnt sunnan hvassviðri, sem á að standa áfram á aðfangadag og enn nokkuð hvasst á jóladag. Veður 23.12.2025 07:09
Hiti geti mest náð átján stigum Veðurviðvaranir munu einkenna jólahátíðina í flestum landshlutum og munu þær fyrstu taka gildi eftir hádegi á morgun á Breiðafirði og Vestfjörðum. Í kjölfarið dreifast þær yfir landið og ná hámæli á aðfangadag. Hiti getur hæst náð átján stigum, að sögn Veðurstofunnar. Veður 22.12.2025 22:13
Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Auknar líkur eru á skriðuföllum næstu daga og er sér í lagi varað við hættu á grjóthruni þar sem vegir liggja undir bröttum hlíðum. Spáð er mikilli rigningu og hlýindum á Vestfjörðum og Vesturlandi. Veður 22.12.2025 18:15
Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu. Veður 22.12.2025 18:10
Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular viðvaranir fyrir stærstan hluta landsins á næstu dögum. Appelsínugular viðvaranir verða í gildi á Vestfjörðum og á norðanverðu landinu vegna storms eða roks á aðfangadag. Veður 22.12.2025 13:51
Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Ákveðin suðaustanátt er nú á landinu og milt. Það verða skúrir sunnantil á landinu í dag, einkum síðdegis þar sem myndarlegar dembur geta gert vart við sig. Veður 22.12.2025 07:11
Hiti að sjö stigum og mildast syðst Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Gert er ráð fyrir skúrum eða éljum en að það verði að mestu þurrt norðan jökla. Veður 19.12.2025 07:15
Fer að lægja norðvestantil um hádegi Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar. Veður 18.12.2025 07:13
Djúp lægð grefur um sig Djúp lægð grefur nú um sig suðvestur af landinu og skil hennar eru á leið norður yfir landið. Veður 17.12.2025 07:14
Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á norðvesturhluta landsins vegna norðaustan hríðar sem skellur á landið á morgun. Veður 16.12.2025 10:18
Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Útlit er fyrir tíðindalítið veður á landinu í dag þar sem áttin verður breytileg – gola eða kaldi – og víða bjart. Líkur á einhverjum éljum við ströndina. Veður 16.12.2025 07:06
Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Útlit er fyrir norðlæga eða breytilega átt á bilinu þrír til tíu metrar á sekúndu í dag. Gera má ráð fyrir dálítilli snjókomu á norðanverðu landinu, en þurrt að mestu sunnan heiða. Veður 15.12.2025 07:09
Lægðin á undanhaldi Djúpa lægðin suður af landi sem stjórnaði veðrinu hér á landi í gær og fyrradag, sem olli hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu, hefur misst mátt sinn. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt. Veður 13.12.2025 08:44
Víða allhvass vindur og rigning Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman. Veður 12.12.2025 07:16
Siggi stormur spáir rauðum jólum Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg. Veður 11.12.2025 18:56