Veður

Fréttamynd

Væta vestan­til eftir há­degi

Í dag verður lítilsháttar rigning með köflum vestantil eftir hádegi og hiti tvö til sjö stig. Létttskýjað verður um landið austanvert og víða vægt frost, en þar hlýnar mám saman síðdegis og í kvöld. Gengur í suðvestan 8-15 m/s í dag, en hægari vindur sunnan- og austanlands.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár

Veðurlíkönin benda til þess að kólnað gæti í veðri eftir því sem líður á gamlársdag. Útlit er fyrir sæmilega milt veður fram að því en takmarkað er það enn sem hægt er að slá föstu.

Veður
Fréttamynd

Lík­legt að hitamet verði slegið um jólin

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur telur líklegt að hitamet verði slegið á aðfangadag og jóladag. Það sé klárt að það verði rauð jól. Í stað þess að ökumenn þurfi að hafa varann á vegna snjókomu og hálku þurfa þeir frekar að huga að vindhviðum og rigningu.

Veður
Fréttamynd

Hiti að sjö stigum og mildast syðst

Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Gert er ráð fyrir skúrum eða éljum en að það verði að mestu þurrt norðan jökla.

Veður
Fréttamynd

Fer að lægja norðvestan­til um há­degi

Um og eftir hádegi í dag má gera ráð fyrir því að það fari smám saman að lægja á Norðvesturlandi og Vestfjörðum og samhliða því styttir þar upp. Gular viðvaranir hafa verið þar í gildi vegna hríðar.

Veður
Fréttamynd

Lægðin á undan­haldi

Djúpa lægðin suður af landi sem stjórnaði veðrinu hér á landi í gær og fyrradag, sem olli hvössum vindi nokkuð víða og einnig þrumuveðri á sunnanverðu landinu, hefur misst mátt sinn. Miðja lægðarinnar fór yfir landið í nótt og grynntist hún nokkuð hratt.

Veður
Fréttamynd

Víða all­hvass vindur og rigning

Óveðurslægðin frá í gær er nú í morgunsárið stödd um þrjú hundruð kílómetra suður af Reykjanesi, hreyfist í norðnorðaustur og grynnist smám saman.

Veður
Fréttamynd

Siggi stormur spáir rauðum jólum

Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg.

Veður
Fréttamynd

Austan stormur og gular við­varanir á morgun

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nærri allt landið á morgun. Enn eru í gildi á miðhálendi og Suðausturlandi en í fyrramálið taka gildi nýjar viðvaranir alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðaustur- og Austurlandi.

Veður
Fréttamynd

Bæta við gulri við­vörun á Vest­fjörðum og mið­há­lendi

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðausturland, miðhálendi, Suðurland og Vestfirði. Fyrir voru í gildi viðvaranir fyrir Suður- og Suðausturland en Veðurstofan hefur þannig bætt við viðvörunum á Vestfjörðum og Miðhálendi. Viðvörun á Vestfjörðum tekur gildi klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 22 annað kvöld.

Veður
Fréttamynd

Hvass­viðri syðst á landinu

Hæðin yfir Grænlandi heldur velli eins og undanfarna daga og lægðir langt suður í hafi halda fremur mildri austan- og norðaustanátt að landinu.

Veður
Fréttamynd

Smá rigning eða slydda víða

Dálítilli rigningu eða slyddu er spáð víða á landinu í dag en þurrt verður að mestu á Vesturlandi. Hiti er 0 til 9 stig og mildast við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Hiti gæti náð upp undir 10 gráður

Bjart verður að mestu suðvestanlands í dag, laugardag, en búast má við rigningu, slyddu eða súld með köflum um austanvert landið og einnig við norðurströndina. Gert er ráð fyrir norðaustanverðri vindátt, 8 til 15 metrum á sekúndu, hægari norðaustanlands, en 10-18 syðst.

Veður