Veður

Fréttamynd

Svalt í veðri og gengur í blástur

Lægðardrag nálgast nú landið úr norðaustri og mun þá ganga í norðvestan blástur eða strekking með rigningu eða slyddu norðaustantil. Einnig má reikna með snjókomu til fjalla síðdegis.

Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Út­lit fyrir á­fram­haldandi ró­leg­heit

Útlit er fyrir áframhaldandi rólegheit í veðrinu í dag þar sem spáð er hægviðri og léttskýjuðu víða um land. Þó má gera ráð fyrir skýjuðu veðri og að líkur séu á smá súld af og til við suðurströndina.

Veður
Fréttamynd

Gul við­vörun á Suður- og Suð­austur­landi til há­degis

Gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi til hádegis í dag. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að hvasst verði fram yfir hádegi og rigning í flestum landshlutum en þurrt að kalla vestan- og norðvestantil. Seinnipart á að draga úr vindi og stytta upp. Hitastig verður líklega á bilinu fjögur til 12 stig og þá verður hlýjast á Suðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Þurrt og bjart nokkuð víða

Sérfræðingar Veðurstofunnar segja útlit fyrir þurru og björtu veðri nokkuð víða í dag þó að lítilsháttar skúrir gætu látið á sér kræla við Breiðafjörð, á Faxaflóa, á Reykjanesi og jafnvel vestantil á Suðurlandi einnig.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttum beint til landsins

Lægðasvæði milli Íslands og Noregs og hæð yfir Grænlandi beinir nú norðanáttum yfir landið og verða þær allhvassar austantil, en má reikna með hvassviðri og sums staðar stormi suðaustanlands. Mun hægari vindur verður vestantil.

Veður
Fréttamynd

Kalt, blautt og hvasst

Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkings norðanátt með rigningu á Norður- og Austurlandi í dag og slyddu eða snjókomu til fjalla. Sunnan heiða verður hins vegar yfirleitt bjart.

Veður
Fréttamynd

„Þetta er al­vöru hret“

Appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og snjókomu hafa verið gefnar út fyrir allt Norðurland annað kvöld og fram eftir þriðjudegi. Veðurfræðingur segir þetta ansi glögg veðurafbrigði en þó ekki í líkingu við fjárfellishretið haustið 2012. 

Veður
Fréttamynd

Gular og appel­sínu­gular við­varanir víða um land

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í kortunum næstu tvo daga. Fyrstu tvær viðvaranirnar eru gular og taka gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Búist er við slyddu og snjókomu á fjallvegum. Færð gæti spills tog ferðamenn sagðir eiga að geta búist við vetrarfærð.

Veður
Fréttamynd

Búast við slyddu og snjó­komu á fjall­vegum

Búist er við því að vaxandi norðanátt með kólnandi veðri muni fara yfir landið í dag, fyrst norðvestantil og síðar sunnan- og austanlands. Úrskomu er spáð í flestum landshlutum í dag en þó verður bjart fyrir austan til að byrja með.

Veður
Fréttamynd

Hvessir aftur þegar líður á daginn

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda framan af degi en að hvessi svo aftur þegar líður á daginn. Gera má ráð fyrir hvassviðri norðvestantil, en annars víða strekkings vindi.

Veður
Fréttamynd

Slær sums staðar í storm norð­vestan­til

Veðurstofan spáir hvassri suðvestanátt og að sums staðar slái í storm þar sem hvassast verður á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á norðanvestanverðu og norðanverðu landinu fram á kvöld.

Veður
Fréttamynd

Lægð yfir landinu og gul við­vörun á Breiða­firði

Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil.

Veður
Fréttamynd

Bjartur dagur sunnan­til og hiti að sex­tán stigum

Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu.

Veður
Fréttamynd

Veður­stofan varar veg­far­endur við vatnsflaumi

Veðurfræðingur Veðurstofunnar varar við talsverðri eða mikilli rigningu í dag og á morgun um sunnan- og vestanvert landið. Gera megi gera ráð fyrir talsverðum vatnsflaum á köflum, og að vöð á sunnanverðu hálendinu verði torfær.

Veður