Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvassast á Vest­fjörðum

Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind.

Veður
Fréttamynd

Djúp lægð nálgast landið úr suðri

Dálítill éljagangur verður á norðurhluta landsins fram undir hádegi í dag og samhliða því má búast má við lélegu skyggni og erfiðum aksturskilyrðum, einkum á fjallvegum, á Norðausturlandi.

Veður
Fréttamynd

Nýtt snjódýptarmet í Reykja­vík í októ­ber

Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, mældi nýtt met í snjódýpt í mælareit Veðurstofunnar á Bústaðavegi klukkan níu í morgun. Nýtt met fyrir snjódýpt í Reykjavík í október er nú 40 sentímetrar og bættust þannig þrettán sentímetrar við það met sem slegið var í gær þegar snjódýptin var mæld 27 sentímetrar.

Veður
Fréttamynd

Hlýni á föstu­dag og snjórinn geti horfið í næstu viku

Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis.

Veður
Fréttamynd

Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir

Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag.

Veður
Fréttamynd

Mildari spá í kortunum

Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum.

Veður
Fréttamynd

Norðan­áttin gengur niður

Norðanáttin gengur smám saman niður í dag en má þó búast við allhvössum eða hvössum vindi suðaustanlands fram að hádegi.

Veður
Fréttamynd

Stormur eða hvass­viðri suðaustan­til

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu, en 15 til 23 metrum, hvassviðri eða stormi, suðaustantil í dag. Gera má ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu við fjöll, hvassast austan Öræfa.

Veður
Fréttamynd

Svöl norðan­átt og hálka á vegum

Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Hæg­viðri og þoku­súld framan af degi

Í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en minnkandi suðvestanátt norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra.

Veður
Fréttamynd

Hæg breyti­leg átt og dá­lítil væta

Hæð er yfir bæði Grænlandi og Bretlandi og milli þeirra er hæðarhryggur, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Hann segir að líkt og gjarnan fylgi háum loftþrýstingi sé hægur vindur á landinu en suðvestan fimm til tíu metrar á sekúndu á bæði Vestfjörðum og Ströndum. Vestan- og sunnanlands blási röku lofti af hafi og því verður skýjað og víða súld þar, en norðan- og austantil er að mestu leyti léttskýjað.

Veður