Enski boltinn

Rooney orðinn leikmaður Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wayne Rooney er kominn aftur heim
Wayne Rooney er kominn aftur heim mynd/Everton
Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney er orðinn liðsmaður Everton. Þetta staðfesti félagið á Twitter-aðgangi sínum nú rétt í þessu.



 

Rooney, sem er markahæstur í sögu Manchester United, skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt í dag. Hann mætti á æfingasvæði Everton í læknisskoðun í gær og mætti aftur í dag til að skrifa undir samninginn.







Knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, segir Rooney vera með metnaðinn og sigurviljann til að gera góða hluti í Bítlaborginni.

Rooney er mikill stuðningsmaður Everton og sagði í viðtali fyrr í sumar að hann myndi ekki spila fyrir neitt annað lið í úrvalsdeildinni, myndi hann yfirgefa United. Hann spilaði sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni fyrir félagið þegar hann var sextán ára. Hann fór til Manchester United þegar hann var átján ára en er nú kominn heim eftir 13 ár í nágrannaborginni Manchester.


Tengdar fréttir

Rooney mættur í læknisskoðun

Breska fréttastofan Sky Sports segir Wayne Rooney vera mættan á æfingasvæði Everton til að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×