Fótbolti

Rooney mættur í læknisskoðun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rooney í búningi Everton í góðgerðaleik Duncans Ferguson.
Rooney í búningi Everton í góðgerðaleik Duncans Ferguson. vísir/getty
Breska fréttastofan Sky Sports greinir frá því að Wayne Rooney sé mættur á æfingasvæði Everton til að gangast undir læknisskoðun.

Rooney er uppalinn hjá Everton en hefur verið undanfarin 13 ár í herbúðum Manchester United og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.

Framherjinn fékk ekki mikið að spila með United á síðasta tímabili og vill leita á önnur mið til þess að fá meiri spilamennsku.

Hann hefur áður gefið út að eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem hann gæti hugsað sér að fara til, sé Everton

Heimilidir Sky Sports segja að Rooney sé tilbúinn að taka á sig þó nokkra launalækkun til að láta félagaskiptin ganga í gegn. 

Rooney á að fylla í skarð hins belgíska Romelu Lukaku sem virðist vera á leið til United.







Það gæti farið svo að Rooney verði samherji íslenska landsliðsmannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar á næstu leiktíð, en knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, er sagður vilja fá miðjumannin knáa til Bítlaborgarinnar.


Tengdar fréttir

Manchester United staðfestir komu Lukaku

Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United gaf frá sér yfirlýsingu í morgun um að belgíski framherjinn Romelu Lukaku væri á leið til félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×