Enski boltinn

Blackett með sjálfsmark og niðurstaðan jafntefli | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty
Manchester United og Arsenal skildu jöfn 1-1 í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tryggði sér í dag nánast þriðja sætið með stiginu.

United var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Ander Herrera kom United yfir eftir hálftímaleik og staðan var 1-0 United í vil.

Leikurinn leið og United virtist ætla að sigla þremur stigum í hús. David de Gea þurfti þó að fara af velli vegna meiðsla sem og Marcos Rojo.

Theo Walcott geystist upp kantinn þegar átta mínútur voru eftir af leiknum, gaf boltann fyrir og boltinn endaði í markinu með viðkomu í Tyler Blackett.

Bæði lið reyndu að freista gæfunnar, en hvorugu liðinu tókst að skora og lokatölur urðu 1-1 jafntefli.

Með jafnteflinu hefur Arsenal nánast tryggt sér þriðja sætið. Þeir eru tveimur stigum á undan United og eiga tvo leiki eftir á meðan United á bara einn. Þriðja sætið gefur beinan þáttökurétt í Meistaradeildina, en fjórða sætið þarf að fara í umspil.

Ander Herrera kemur United í 1-0: Arsenal jafnar, 1-1:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×