Özil sneri aftur í sigri Arsenal

Arsenal-menn réðu ferðinni í fyrri hálfleik og strax á 2. mínútu kom Theo Walcott þeim yfir eftir sendingu frá Calum Chambers. Þetta var aðeins annar leikur Walcotts í byrjunarliði Arsenal í vetur og hans fyrsta mark.
Mesut Özil, sem var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan í byrjun október, bætti öðru marki við á 24. mínútu eftir sendingu Thomas Rosický.
Staðan var 0-2 í hálfleik en á 50. mínútu minnkaði Chris O'Grady muninn fyrir Brighton.
Rosický kom Arsenal aftur í tveggja marka forystu með glæsilegu marki á 59. mínútu. Þetta var annað mark Tékkans á tímabilinu.
Sam Baldock hleypti spennu í leikinn á ný á 75. mínútu þegar hann skoraði eftir stungusendingu frá Danny Holla.
Fleiri urðu mörkin ekki og Arsenal fagnaði sigrinum og um leið sæti í 5. umferðinni.
Tengdar fréttir

West Ham þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Bristol City
West Ham komst í dag í 5. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 0-1 sigur á C-deildarliði Bristol City á útivelli.

D-deildarlið Cambridge United fær annan leik á Old Trafford
Manchester United tókst ekki að vinna Cambridge United í fyrsta leiknum í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Liðin gerðu markalaust jafntefli og því verður annar leikur á Old Trafford eftir tíu daga.

Nýi maðurinn skoraði er Aston Villa fór áfram
Á Villa Park í dag - í 4. umferð ensku bikarkeppninnar - mættust liðim sem hafa skorað flest og fæst mörk í ensku deildarkeppninni í vetur; Aston Villa og Bournemouth.

Gylfi skoraði og fékk rautt | Swansea úr leik
Glæsimark Gylfa Þórs Sigurðssonar dugði Swansea ekki til sigurs gegn B-deildarliði Blackburn Rovers í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag.

Eiður Smári lék allan leikinn í jafntefli gegn Liverpool
Liverpool og Bolton skildu jöfn 0-0 á Anfield heimavelli Liverpool í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Liðin þurfa því að mætast á ný.

Óvænt úrslit í enska bikarnum | Chelsea og Man City bæði úr leik
Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum.