Óvænt úrslit í enska bikarnum | Chelsea og Man City bæði úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 16:39 Patrick Bamford kemur Boro yfir gegn Man City. vísir/getty Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough
Enski boltinn Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira