Óvænt úrslit í enska bikarnum | Chelsea og Man City bæði úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2015 16:39 Patrick Bamford kemur Boro yfir gegn Man City. vísir/getty Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Það gerðust heldur betur óvæntir hlutir í ensku bikarkeppninni í dag en tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester City, féllu úr gegn neðri deildar liðum. Gary Cahill og Ramires komu Chelsea í 2-0 eftir 37 mínútna leik gegn C-deildarliði Bradford á Stamford Brigde og svo virtist sem lærisveinar Josés Mourinho væru á leið í 5. umferðina. En Bradford minnkaði muninn í 1-2 fyrir hálfleik og tryggði sér svo ótrúlegan sigur með þremur mörkum á síðustu 16 mínútum leiksins. Middlesbrough gerði sér lítið fyrir og sló Englandsmeistara Manchester City úr leik með 0-2 sigri á Etihad Stadium. Patrick Bamford kom Boro yfir eftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik. Markið, sem er í skrautlegri kantinum, má sjá í spilaranum hér að neðan sem og seinna mark Boro sem varamaðurinn Kike skoraði á lokamínútunni. Það var mikið fjör í fyrri hálfleik í leik Southampton og Crystal Palace á St Mary's Stadium en alls voru skoruð fimm mörk í hálfleiknum. Graziano Pellè kom Southampton yfir á 8. mínútu en Maraoune Chamakh jafnaði tveimur mínútum síðar. Dýrlingarnir komust aftur yfir með sjálfsmarki Scotts Dann en Yaya Sanogo, lánsmaður frá Arsenal, og Chamakh komu Palace í 2-3 áður en flautað var til hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og lærisveinar Alans Pardew eru komnir í 5. umferðina. Leicester City vann dramatískan sigur, 1-2, á Tottenham í úrvalsdeildarslag á White Hart Lane. Andros Townsend kom Spurs yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu og þannig var staðan fram á 83. mínútu þegar Argentínumaðurinn Leandro Ulloa jafnaði metin. Það var svo Jeffrey Schlupp sem tryggði Leicester farseðilinn í 5. umferðina með marki á lokamínútunni. Victor Anichebe var hetja West Brom gegn B-deildarliði Birmingham á St Andrew's. Nígeríumaðurinn skoraði bæði mörk West Brom með tíu mínútna millibili í fyrri hálfleik. Jonathan Grounds minnkaði muninn á 45. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn þegar Cardiff tapaði fyrir Reading, 1-2, á heimavelli.Úrslit dagsins í ensku bikarkeppninni:Blackburn 3-1 Swansea Birmingham West Brom Cardiff 1-1 Reading Chelsea 2-4 Bradford Derby 2-0 Chesterfield Man City 0-2 Middlesbrough Preston 1-1 Sheffield United Southampton 2-3 Crystal Palace Sunderland 0-0 Fulham Tottenham 1-2 LeicesterMan City 0-1 Middlesbrough Man City 0-2 Middlesbrough
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira