
Stöðvaði PSG í fyrra en stóð nú vaktina er AC Milan vann eftir meira en áratug
Þegar Gianluigi Donnarumma – landsliðsmarkvörður Ítalíu – ákvað að yfirgefa AC Milan og halda til Parísar voru góð ráð dýr en Donnarumma hafði varið mark AC Milan frá því hann var aðeins táningur. Inn kom Mike Maignan, mögulega bestu kaup AC Milan síðari ára.

Tileinkaði Raiola titilinn: „Sagði að ég væri sá eini sem gæti bjargað Milan“
Zlatan Ibrahimovic tileinkaði Mino Raiola heitnum, fyrrverandi umboðsmanni sínum, fyrsta Ítalíumeistaratitil AC Milan í ellefu ár.

Hilmir Rafn þreytti frumraun sína í lokaumferðinni
Íslendingalið Venezia kveður nú ítölsku úrvalsdeildina eftir eins árs veru en 19 ára Íslendingur fékk tækifæri í lokaleik liðsins í kvöld.

Giroud tryggði AC Milan fyrsta Ítalíumeistaratitilinn í ellefu ár
AC Milan er Ítalíumeistari í fótbolta í nítjánda sinn eftir öruggan sigur á Sassuolo í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Juventus endaði á tapi | Fiorentina í Sambandsdeildina
Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hélt áfram í kvöld. Juventus tapaði 2-0 fyrir Fiorentina á útivelli. Empoli vann 1-0 útisigur á Atalanta og þá gerði Lazio 3-3 jafntefli við Hellas Verona.

Hjörtur í úrslit | Willum Þór tapaði í bikarúrslitum
Það var misjafnt gengi þeirra Hjartar Hermannssonar, leikmanns Pisa á Ítalíu, og Willum Þórs Willumssonar, leikmanns BATE Borisov í Hvíta Rússlandi.

Albert lék í enn einu tapi Genoa | Leika í B-deildinni á næstu leiktíð
Íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa er liðið tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Genoa er fallið niður um deild og leikur í Serie B á næstu leiktíð.

Pogba búinn að ná samkomulagi við Juventus
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, hefur náð samkomulagi við Juventus um að ganga til liðs við félagið í sumar samkvæmt fregnum frá Ítalíu.

Roma tryggði Evrópudeildarsætið með fyrsta sigrinum síðan 10. apríl
Lokaumferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hófst í kvöld með einum leik. Lærisveinar José Mourinho gulltryggðu Evrópudeildarsæti sitt á næstu leiktíð með 3-0 útisigri á Torino. Tvö markanna komu úr vítaspyrnu.

Sergej Milinković-Savić bjargaði stigi fyrir Lazio
Liðin í 4. og 5. sæti Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, mættust í kvöld. Fór það svo að leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Luis Suarez og Paulo Dybala báðir á förum frá sínum félögum
Luis Suarez og Paulo Dybala eru báðir að leita sér að nýjum félögum en þetta var staðfest eftir leiki liða þeirra í gær.

Fékk gefins bikar sem var næstum því eins stór og hann
Stuðningsmenn Napoli fengu tækifæri til að kveðja mikla goðsögn á Stadio Maradona í gær og eftir leikinn fékk fyrirliði liðsins risabikar í kveðjugjöf.

Inter frestar fagnaðarhöldum nágranna sinna
Inter vann 3-1 útisigur á Cagliari í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn þýðir að það ræðst í síðustu umferð hver verður Ítalíumeistari en AC Milan er með tveggja stiga forystu á Inter fyrir lokaumferðina.

Einum sigri frá fyrsta meistaratitlinum síðan 2011
AC Milan vann 2-0 sigur á Atalanta í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fari svo að nágrannar þeirra í Inter vinni ekki Cagliari í kvöld þá er AC Milan meistari í fyrsta sinn síðan 2011.

Albert og félagar nálgast fall
Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurfa nú sigur í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar og treysta á hagstæð úrslit annarsstaðar til að halda sæti sínu í deildinni eftir 3-0 tap gegn Napoli í dag.

Venezia fallið eftir jafntefli gegn Roma
Íslendingalið Venezia er fallið úr ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að einni umferð sé enn ólokið.

Inter ítalskur bikarmeistari eftir sigur í framlengingu
Inter Milan varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu eftir 4-2 sigur á Juventus í framlengdum úrslitaleik. Þetta er í áttuna sinn sem Inter lyftir bikarnum.

Zlatan getur bara æft einu sinni í viku
Það lítur út fyrir að líkami Zlatan Ibrahimovic ráði ekki við mikið meira en að klára þetta tímabil.

Fiorentina jafnaði Roma og Atalanta að stigum
Fiorentina vann 2-0 sigur á Roma í eina leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fiorentina jafnar þar með bæði Roma og Atlanta að stigum í baráttunni um 6. sæti deildarinnar en að gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð.

Leik lokið: Verona - AC Milan 1-3 | Stólaleikur Mílanó-liðanna heldur áfram
AC Milan fór með 3-1 sigur af hólmi þegar liðið sótti Hellas Verona heim í 36. umferð ítölsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í kvöld.