
Fæddist í flóttamannabúðum en leikur nú til úrslita í Meistaradeild Evrópu
Eduardo Camavinga mun að öllum líkindum koma við sögu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar Real Madríd mætir Liverpool. Það er með hreinum ólíkindum ef horft er til þess að hann fæddist í flóttamannabúðum í Angóla síðla árs 2002.

„Litum aldrei á hann sem miðjumann“
Uppgangur brasilíska miðjumannsins Fabinho er stórmerkilegur en hann er í dag lykilmaður í öflugu liði Liverpool sem mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina.

Forseti UEFA ver reglur um fjárhagslega háttvísi í kjölfar ákvörðunar Mbappé
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, hefur varið FFP-reglur sambandsins (reglur um fjárhagslega háttvísi) eftir mikla gagnrýni á þær í kjölfars nýs samnings franska sóknarmannsins Kylian Mbappé við París Saint-Germain.

Forseti Barcelona líkir PSG við þrælabúðir
Joan Laporta, forseti Barcelona, virðist ekki vera hrifinn af PSG en forsetinn telur að leikmenn liðsins séu þrælar.

Mbappé útskýrir af hverju hann valdi PSG | Átti samtal við Macron
Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappé skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við PSG um síðustu helgi. Mbappé ráðfærði sig við forseta Frakklands áður en hann skrifaði undir.

Ancelotti ekki reiður út í Kylian Mbappe
Carlo Ancelotti er ekki í hópi þeirra sem úthúða ákvörðun franska knattspyrnumannsins Kylian Mbappe um að hafna samningi við Real Madrid og semja frekar aftur við Paris Saint-Germain.

Leikmenn Real Madrid segja að orð Mo Salah hafi kveikt í þeim
Mohamed Salah vildi mæta Real Madrid frekar en Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og það fór ekkert fram hjá leikmönnum Real Madrid.

Börsungar luku tímabilinu með tapi | Sveinar Simeone sóttu bronsið
Lokaumferðin í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta fór fram í kvöld þar sem lítil spenna var um efstu sætin.

Leikmenn Real Madrid bregðast við nýjum samningi Mbappe hjá PSG
Kylian Mbappe skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við PSG og batt þar af leiðandi enda á þær sögusagnir að hann væri á leiðinni til Real Madrid í sumar.

La Liga leggur fram kvörtun vegna nýs samnings Mbappé við PSG
La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur gefið út að deildin ætli að leggja inn kvörtun hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna nýs samnings Kylian Mbappé við París-Saint Germain.

Barcelona komið í viðræður við Lewandowski
Xavi, Knattspyrnustjóri Barcelona, hefur staðfest að liðið er komið í viðræður við Robert Lewandowski, framherja Bayern Munich.

Mbappe að skrifa undir nýjan samning við PSG
Allir helstu fjölmiðlar heimsins eru að greina frá því þessa stundina að Kylian Mbappe er að skrifa undir nýjan risasamning við PSG. Mbappe mun því hafna samningstilboði Real Madrid.

Jafnt hjá Spánarmeisturum Real og bikarmeisturum Betis
Lokaumferð La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, hófst í kvöld. Levante vann 4-2 útisigur á Rayo Vallecano og þá gerðu Spánarmeistarar Real Madríd markalaust jafntefli við bikarmeistara Real Betis.

Aubameyang sendi þjóð sinni kveðjubréf
Barcelona framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang hefur spilað sinn síðasta landsleik fyrir Gabon.

Mbappé samið um kaup og kjör við Real Madríd
Franski framherjinn Kylian Mbappé hefur náð samkomulagi við Real Madríd um að leika með liðinu á næstu leiktíð. París Saint-Germain heldur þó enn í vonina að stjörnuframherjanum snúist hugur og verði áfram í París.

Luis Suarez og Paulo Dybala báðir á förum frá sínum félögum
Luis Suarez og Paulo Dybala eru báðir að leita sér að nýjum félögum en þetta var staðfest eftir leiki liða þeirra í gær.

Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður
Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik.

Ótrúlegt tímabil Barcelona heldur áfram: Enduðu með fullt hús stiga
Hið ótrúlega lið Barcelona vann Atlético Madríd 2-1 í spænsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Það þýðir að Barcelona endar tímabilið með fullt hús stiga, 30 sigrar í 30 leikjum.

Ekkert fjögurra efstu liðanna vann | Börsungar öruggir með annað sætið
Alls fóru níu leikir fram í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld. Ekkert af efstu fjórum liðum deildarinnar tókst að landa sigri sem þýðir að eftir hörmungar gengi Barcelona á leiktíðinni þá endar liðið samt sem áður í öðru sæti.

Xavi gefur sögusögnum um Lewandowski undir fótinn
Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski mun gera allt sem í hans valdi stendur til að losna frá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen í sumar.