Kvöldfréttir

Fréttamynd

Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann

Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri börn á bið­lista og út­rás í Kína

Metfjöldi barna bíður eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og hafa aldrei jafn margar tilvísanir borist og á árinu. Til skoðunar er að vísa börnum í meira máli frá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Lokametrar, bútasaumur og Starbucks

Viðræður formanna þingflokka um afgreiðslu mála fyrir þinglok virðast á lokametrunum. Atvinnuveganefnd var kölluð saman síðdegis til að fara yfir spurningar sem hafa komið upp um veiðigjöld. Við verðum í beinni frá Alþingi í kvöldfréttum á Sýn og förum yfir nýjustu tíðindi.

Innlent
Fréttamynd

Málþóf, hætta í um­ferðinni og um­deildur fáni

Þrátt fyrir áframhaldandi ræðuhöld á Alþingi virðast viðræður meiri- og minnihlutans um þinglok mjakast áfram. Við ræðum við fyrrverandi hæstaréttardómara um hnútinn á þingi og förum yfir stöðu mála í beinni í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent
Fréttamynd

Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða

Dökk mynd er dregin upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu. Viðvarandi mönnunarvandi og lausatök í rekstri eru einkennandi. Mörg hundruð sjúkraliða vantar til starfa og formaður stéttarfélags þeirra er hræddur um að allt fari hreinlega í skrúfuna verði ekki brugðist við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Börn í slags­málum, arð­bær bjórsala og dekurprinsessa

Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna.

Innlent
Fréttamynd

Líf í bið­stöðu og hitafundur sósíal­ista

Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað íbúð sem hann borgar leigu af. Við hittum Patrek Inga í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólguvonbrigði, hrað­akstur og kokkur með keppnis­skap

Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Sýnar auk þess sem formaður VR mætir í myndver og fer yfir stöðuna sem blasir við almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Mennta­mál í ó­lestri, orkumálin og fylgis­sveiflur á þingi

Umbóta er þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Staðan í menntamálum er sérstakt áhyggjuefni. Við ræðum við framkvæmdastjóra stofnunarinnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og förum yfir nýja skýrslu um stöðuna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Reiður Trump, fiskeldisáform í Eyja­firði og fjölbragðaglíma

Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Í kvöldfréttum Sýnar á eftir verður rætt við íslenskan prófessor í sagnfræði Miðausturlanda sem segir að öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum beri að taka með miklum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn

Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við bróður Jóns Þrastar um nýjar kenningar og skýrslutökurnar sem hann segir marka tímamót í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hátt spennustig, ruslið sem ekki er hægt að endur­vinna og kvennavaka

Þrettán Íslendingar eru staddir í Íran og Ísrael og eru í sambandi við utanríkisráðuneytið. Þar af eru níu í Íran þaðan sem ekki eru skipulagðir brottflutningar. Ekkert lát er á árásum á milli ríkjanna tveggja og hafa Ísraelar heitið frekari hefndum en enn er óvíst um þátttöku Bandaríkjanna í hernaðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Hótelharmleikur, áfengisleyfi í ó­lagi og hittaramessa

Frönsku ferðamennirnir sem fundust látnir á Edition hótelinu í Reykjavík voru búsettir á Írlandi. Lögregla segir skýrari mynd komna á atburðina aðfaranótt laugardags, rannsókn málsins sé hinsvegar á frumstigi og mikil vinna framundan. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Upp­nám á Al­þingi og í beinni frá Bíladögum

Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varg­öld í verk­taka­bransanum, mót­mæli og þris­tur fluttur

Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Fastir í flug­stöðinni í fjóra daga og Trump-Tesla í Kefla­vík

Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í fjóra daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða.

Innlent