Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Haaland skaut City á toppinn

    Ekkert fær Erling Haaland stöðvað en hann skoraði bæði mörk Manchester City þegar liðið lagði Everton að velli, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hitnar enn undir Postecoglou

    Pressan á Ange Postecoglou, knattspyrnustjóra Nottingham Forest, eykst enn en liðið tapaði 0-3 fyrir Chelsea í fyrsta leik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Stjórinn og fyrir­liðinn koma Wirtz til varnar

    Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, og fyrirliði liðsins, Virgil van Dijk, hafa komið Florian Wirtz til varnar eftir rólega byrjun Þjóðverjans á tímabilinu. Slot segir að lukkan hafi ekki verið með Wirtz í liði það sem af er vetrar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah

    Ein af stóru spurningunum sem Fantasy-spilarar þurfa að spyrja sig að á hverju tímabili er hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard, það er að nýta möguleikann til að gera ótakmarkaðar breytingar á liðinu sínu. Í nýjasta þætti Fantasýnar fór Albert Þór Guðmundsson yfir Wildcard-liðið sitt eins og þetta lítur út núna.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gæti náð Liverpool-leiknum

    Trent Alexander-Arnold fór frá Liverpool til Real Madrid í sumar eins og frægt var og auðvitað mættust liðin síðan í Meistaradeildinni. Það leit út fyrir að meiðsli enska bakvarðarins myndu taka frá honum leikinn en nú líta hlutirnir betur út.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir upp­gjör ensku risanna

    Liverpool og Manchester United mætast á sunnudaginn í uppgjöri erkifjendanna sem jafnframt eru sigursælustu fótboltalið Englands. Hatrið á milli liðanna á sér langa sögu og mikið er í húfi í stórleiknum á Anfield, eins og fjallað er um í frábæru upphitunarmyndbandi frá ensku úrvalsdeildinni sem ætti að koma öllum í rétta gírinn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Snýr aftur eftir 30 mánaða bann

    Fabio Paratici er snúinn aftur til starfa sem íþróttastjóri hjá Tottenham Hotspur eftir tvö og hálft ár í banni frá afskiptum af fótbolta vegna brota í starfi hjá Juventus.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest?

    Enn er rætt og ritað um stjóra stöðuna hjá Nottingham Forest en það þykir líklega að Ange Postecoglou sé ekki mjög öruggur í starfi þar á bæ. Hinn þaulreyndi Sean Dyche þykir þá líklegur að taka við ef Ástralinn þarf að taka pokann sinn.

    Fótbolti