Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, hefur ákveðið að borga fyrir fjölskyldur starfsliðs síns á úrslitaleik Evrópudeildarinnar eftir að í ljós kom að félagið myndi aðeins gefa hverjum starfsmanni möguleika á að kaupa tvo miða á leikinn gegn Tottenham Hotspur. Enski boltinn 14. maí 2025 07:02
Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Frá og með næstu leiktíð mun kvennalið enska knattspyrnufélagsins Everton spila heimaleiki sína á hinum goðsagnakennda Goodison Park. Karlalið félagsins mun á sama tíma færa sig yfir á nýjan og stærri völl. Enski boltinn 13. maí 2025 23:02
Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Manchester City er sagt hafa lagt fram tilboð í hinn 22 ára gamla Florian Wirtz, leikmann Bayer Leverkusen. Sá er talinn hinn fullkomni arftaki Kevin de Bruyne. Enski boltinn 13. maí 2025 19:33
Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, segir leikmenn sína eiga við hugræn vandamál að stríða. Enski boltinn 12. maí 2025 23:15
Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Andy Robertson fannst miður að heyra suma stuðningsmenn Englandsmeistara Liverpool púa á Trent Alexander-Arnold þegar hann bjó sig undir að koma inn á gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 12. maí 2025 16:32
Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, strunsaði inn á völlinn eftir jafnteflið við Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag til að láta Nuno Espirito Santo þjálfara liðsins heyra það. Enski boltinn 11. maí 2025 23:02
Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Rúben Dias, miðvörður Manchester City, var mjög pirraður eftir markalaust jafntefli Manchester City á móti botnliði Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 11. maí 2025 20:00
Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Liverpool og Arsenal gerðu í dag 2-2 jafntefli í mjög fjörugum og skemmtilegum leik tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 11. maí 2025 17:25
Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Newcastle United er komið upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildar karla eftir 2-0 sigur á Chelsea. Sigurinn gæti haft áhrif á drauma Chelsea um að leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Enski boltinn 11. maí 2025 13:09
Enn eitt tapið á Old Trafford Manchester United mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum Old Trafford þegar West Ham United kom í heimsókn. Um var að ræða 17. deildartap liðsins á leiktíðinni. Enski boltinn 11. maí 2025 12:48
Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Flestir af bestu leikmönnum Tottenham Hotspur sátu á varamannabekknum þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir Crystal Palace í Lundúnaslag ensku úrvalsdeildar karla. Enski boltinn 11. maí 2025 12:47
„Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Chelsea er Englandsmeistari kvenna í knattspyrnu sjötta árið í röð. Það sem meira er, nú fór liðið taplaust í gegnum alla 22 deildarleiki sína. Enski boltinn 11. maí 2025 11:32
Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, var hæstánægður með stigið sem liðið sótti gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Með stiginu er ljóst að Dýrlingarnir verða ekki lélegasta lið í sögu deildarinnar ásamt Derby County. Enski boltinn 10. maí 2025 23:30
Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 10. maí 2025 18:37
„Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Pep Guardiola var allt annað en sáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna í Manchester City gegn botnliði Southampton fyrr í dag. Með stiginu er ljóst að Southampton er ekki slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildar karla. Enski boltinn 10. maí 2025 17:03
Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Manchester City tapaði dýrmætum stigum í dag í baráttunni um Meistaradeildarsætin þegar liðið gerði markalaust á útivelli á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. maí 2025 16:00
Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Íslensku landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir fögnuðu báðar sigrum með liðum sínum í dag en þó í sitthvoru landinu. Fótbolti 10. maí 2025 14:01
Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, viðurkennir að leikmenn liðsins hafi ekki verið nógu hungraðir á þessari leiktíð og gagnrýnir líka eigin frammistöðu. Enski boltinn 10. maí 2025 09:30
Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Liverpool og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðin eru í tveimur efstu sætunum en Liverpool er löngu orðið enskur meistari enda með fimmtán stigum meira þegar níu stig eru eftir í pottinum. Enski boltinn 10. maí 2025 08:30
Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið undir mikill pressu frá sérfræðingum og stuðningsmönnum að finna framherja fyrir liðið og hann sjálfur segist vera að leita. Vandamálið er að það sé mjög erfitt að finna öflugan framherja í dag. Enski boltinn 9. maí 2025 20:10
Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðun Trent Alexander-Arnold um að yfirgefa félagið, hafi ollið honum vonbrigðum. Enski boltinn 9. maí 2025 18:00
Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister var kjörinn besti leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en argentínski miðjumaðurinn er að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið. Enski boltinn 9. maí 2025 17:11
Salah valinn bestur af blaðamönnum Mohamed Salah, framherji Englandsmeistara Liverpool, var valinn leikmaður ársins af samtökum fótboltablaðamanna á Englandi. Enski boltinn 9. maí 2025 15:00
Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Fótboltakonurnar Sam Kerr og Kristie Mewis hafa eignast sitt fyrsta barn, dreng sem fékk nafnið Jagger. Enski boltinn 9. maí 2025 12:45
Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust. Fótbolti 9. maí 2025 11:30
Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Hollywood leikarinn Ryan Reynolds er einn af eigendum velska knattspyrnuliðsins Wrexham. Reynolds hefur lagt mikið upp úr því að tengjast bæði leikmönnum og bænum sjálfum. Enski boltinn 9. maí 2025 07:02
„Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Tottenham og Manchester United munu mætast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, en liðin hafa átt verulega slæm tímabil í deildinni. Manchester er í 15. sæti á meðan Tottenham er í 16. sæti. Evrópudeildin myndi hinsvegar láta tímabilið líta vel út fyrir sigurvegarann. Enski boltinn 8. maí 2025 22:55
„Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Ruben Amorim þjálfari Manchester United var ánægður með að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og þá sérstaklega fyrir stuðningsmenn liðsins. Enski boltinn 8. maí 2025 21:45
Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sheffield United vann í kvöld Bristol City 3-0 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum umspilsins í Championship deildinni Enski boltinn 8. maí 2025 21:25
Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. Sport 8. maí 2025 20:52