Fleiri fréttir Bandarískir fjárfestar hafa ekki séð það svartara í 21 ár Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í plús í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar hafa ekki séð það svartara vestanhafs í einum mánuði í 21 ár, eða síðan í október árið 1987. 31.10.2008 20:26 Sjælsö Gruppen í vandræðum - minnkar væntingar um 50% Sjælsö Gruppen á í vandræðum þessa stundina og hefur dregið úr væntingum sínum um hagnað ársins um 50%. Áður taldi Sjælsö Gruppen að hagnaðurinn yrði á bilinu 5-700 milljónir danskra kr, en nú telur félagið að hann liggi á milli 250 til 300 milljón danskra kr. eða um 6 milljarða kr. 31.10.2008 15:42 Fé af Icesave-reikningum í Hollandi var lánað til Stork Food Í ljós hefur komið að fé af Icesave-reikningum í Hollandi var lánað til Stork Food þar í landi. Stork er svo aftur í eigu Marel. 31.10.2008 14:22 Stefnir í versta mánuð á Wall Street í 20 ár Vísitölur á mörkuðum í Wall Street hafa lækkað við opnunina í dag og þar með stefnir í að október verði versti mánuður í sögu Wall Street undanfarin 20 ár. 31.10.2008 13:59 Magasin du Nord er hvorki gjaldþrota né til sölu Carsten Fensholt talsmaður Magasin du Nord segir að verslunin sé hvorki gjaldþrota né til sölu. Mikill orðrómur hefur verið um þetta í Kaupmannahöfn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Magasin og Illum í gær og vél jafnframt úr stjórninni. 31.10.2008 12:45 Tvö önnur gjaldþrot í kjölfar Sterling Gjaldþrot Sterlings hefur haft það í för með sér að tvö önnur dönsk félög eru einnig orðin gjaldþrota. Um er að ræða danskt dóttur félag bókunarfyrirtækisins Menzies Aviation og flugviðhaldsþjónustuna EAMS. 31.10.2008 10:05 Markaðir í mínus í Evrópu Alir helstu markaðir í Evrópu hafa opnað í mínus í morgun. Einna minnst lækka hlutabréf í kauphöllum Norðurlandanna. 31.10.2008 10:00 Seðlabanki Japans lækkar stýrivexti niður í 0,3% Seðlabanki Japans hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína úr 0,5% og niður í 0,3%. Flestir sérfræðingar áttu von á að vextirnir yrðu lækkaðir í 0,25%. 31.10.2008 09:26 Ísland fær aðgang að 25 milljarða evra neyðarsjóði ESB Ísland mun fá aðgang að sérstökum 25 milljarða evra, eða tæplega 4.000 milljarða króna, neyðarsjóði Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef breska blaðsins Times. 31.10.2008 09:12 SÍ kallar eftir gjaldeyri og varar við utanmarkaðsviðskiptum Enn gengur hvorki né rekur hjá Seðlabanka Íslands að koma á gjaldeyrisviðskiptum við erlenda banka. Af þeim sökum hefur SÍ gripið til þess ráðs að biðla til þeirra sem eiga gjaldeyri að koma með hann á tilboðsmarkað bankans. Jafnframt varar bankinn við utanmarkaðsviðskiptum með gjaldeyri. 31.10.2008 09:07 Samdráttur í bandarískri landsframleiðslu Samdráttur sem nemur 0,3 prósentum varð í landsframleiðslu Bandaríkjanna á þriðja ársfjórðungi og hefur niðursveiflan ekki verið meiri síðan í kjölfar hryðjuverkaárásanna haustið 2001. 31.10.2008 07:25 Google blandar sér í símaslaginn Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. 31.10.2008 07:19 Lækkun í Asíu - svartasti mánuður hingað til Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og er nú ljóst að hlutabréfavísitölur álfunnar hafa aldrei litið jafnsvartan mánuð og þann sem lýkur í dag. 31.10.2008 07:18 House of Fraser opnar nýja verslun House of Fraser opnaði í dag nýja verslun í Westfield verslunarmiðstöðinni í London. Þetta er fjórða verslunin sem opnuð er frá því að verslunarkeiðjan var keypt af Highland Group Holdings árið 2006. Fyrr á árinu opnaði House of Fraser nýjar verslandir í Belfast, High Wycombe og í Bristol. Nýja verslunin er 150 þúsund fermetrar að stærð. Nýja verslunin er á þremur hæðum. 30.10.2008 19:25 Lúxusbílar seljast enn í Sádí Þó drossíurnar safni ryki á íslenskum bílasölum að eru ekki allir hættir að kaupa lúxusbíla. Bílasalar á lúxusbílasýningu í Sádi Arabíu veðja í það minnsta á það að ekkert dragi úr sölu á Ferrari, Macerati og öðrum fokdýrum farartækjum. 30.10.2008 17:41 Salan í nýrri Hamleys verslun 60% yfir spám Hamleys opnaði nýja leikfangaverslun var í Dublin í liðinni viku. Salan fyrstu vikuna fór 60 prósentum fram úr spám. 30.10.2008 15:12 Danske Bank fær lán beint frá Seðlabanka Bandaríkjanna Danske Bank stendur nú til boða að fá 29,5 milljarða dollara lán, eða rúmlega 3.000 milljarða kr., beint frá Seðlabanka Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Tonny T. Andersen fjármálastjóri Danske Bank. 30.10.2008 15:12 Frísk opnun á Wall Street í dag Markaðir á Wall Street opnuðu í plús í dag þrátt fyrir tölur um að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefði dregist saman milli ársfjórðunga í fyrsta sinn síðan árið 2001. 30.10.2008 13:56 Fjárfestar vilja fá bónusana endurgreidda Samtök breskra fjárfesta berjast nú fyrir því að settar verði klausur í samninga yfirstjórnenda sem gera þeim skylt að endurgreiða bónusa standi þeir sig ekki sem skyldi. Þetta segja samtökin gert til að hætta að verðlauna mistök. 30.10.2008 13:00 Exxon Mobile með mesta hagnað í sögunni Bandaríski olíurisinn Exxon Mobile hagnaðist um tæplega 15 milljarða dollara eða um 1.700 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Er þetta mesti hagnaður hjá skráðu félagi á einum ársfjórðungi í sögunni. 30.10.2008 12:39 Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi og Danmörku Þrátt fyrir lausafjárkreppuna minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi í október. Atvinnuleysi mælist nú 7.6% í Þýskalandi og fjöldi atvinnulausra er nú undir 3 milljónum í fyrsta skipti í 16 ár. 30.10.2008 12:22 Candy-bræðurnir að tapa Lotus-verkinu í Beverly Hills Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring eru nú að tapa Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills verkið samanstendur af 200 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. Credit Suisse hefur gjaldfellt 350 milljón dollara lán til Lotus en Kaupþing átti að greiða 60% af láninu. 30.10.2008 12:03 Bandaríkjamenn boða frekari stýrivaxtalækkun Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar. 30.10.2008 11:30 Rússar munu líklega hafna lánveitingu til Íslands Rússar munu að öllum líkindum ekki veita Íslandi lán eins og rætt hefur verið um. Þetta kemur fram í blaðinu Rossiskaija Gazeta sem ræddi við Dimitri Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands um málið. 30.10.2008 11:04 House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr, hagnaði í fyrra House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr. hagnaði á fyrsta heila árinu undir stjórn nýrra eigenda sinna, Highland Group Holdings. Því ári lauk í lok janúar í ár. Baugur er sem kunnugt er meðal eiganda Highland Group. 30.10.2008 10:35 Skiptastjórar þrotabús Sterling reyna að leigja út 26 flugvélar Skiptastjórar þrotabús Sterling reyna nú að leigja út 26 flugvélar félagsins til að bjarga því sem bjargað verður úr þrotabúinu. Sterling var með vélarnar á leigu frá 11 bandarískum, evrópskum og japönskum leigufélögum. 30.10.2008 10:03 Jákvæð opnun á mörkuðum Evrópu í morgun Markaðir í Evrópu opnuðu víðast hvar á jákvæðum nótum í morgun. Einn best varð opnunin í Kaupmannahöfn þar sem C20-vísitalan hækkaði um tæp 4% í fyrstu viðskiptum dagsins. 30.10.2008 09:44 Shell skilar 1.300 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi Hollenska olíufélagið Shell skilaði 10,9 milljarða dollara hagnaði, eða um 1.300 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Stafar hagnaðurinn einkum af hinu háa heimsmarkaðsverði á olíu seinnipart sumars. 30.10.2008 09:21 Sigurjón Sighvatsson rekur forstjóra Scanbox í Danmörku Sigurjón Sighvatsson er búinn að reka forstjóra kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Scanbox í Danmörku. Forstjórinn, hinn 54 ára gamli Karl Åge Jensen, hefur verið viðloðandi hjá Scanbox síðan að fyrirtækið var stofnað fyrir 29 árum síðan. 30.10.2008 09:03 Norskur fasteignamarkaður - einn íbúi í heilu hverfi Fjórtán þúsund íbúir eru á söluskrá í Noregi án þess að laða að sér kaupendur. Stjórnandi hjá Nordea-bankanum segir að það komi sér ekki á óvart að fólk sé hrætt við að fjárfesta í fasteign, í því fjárhagslega umróti sem nú ríkir. 30.10.2008 07:23 Miklar hækkanir í Asíu Hlutabréf á Asíumörkuðum ruku upp í morgun og nam hækkun suðurkóresku KOSPI-vísitölunnar rúmlega 12 prósentustigum og í Hong Kong hækkuðu bréf um yfir 10 prósentustig. 30.10.2008 07:16 Vísitölur hækka og lækka í BNA Vísitölur ýmist hækkuðu eða lækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Vísitölur Dow Jones og Standard & Pours lækkuðu á meðan að Nasdaq vísitalan hækkaði. 29.10.2008 20:15 Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti fyrir stundu um stýrivaxtalækkun. Lækkunin nemur hálfu prósentustig og eru stýrivextir í landinu nú eitt prósent. Vextirnir hafa ekki verið lægri síðan í júní 2004. 29.10.2008 18:24 Porsche setur vogunarsjóði á hausinn með VW fléttu sinni Sportbílaframleiðandinn Porsche setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn með einni stærstu skortsölufléttu sögunnar. Til þessa notaði Porsche eignarhlut sinn í Volkswagen. 29.10.2008 16:24 Spáir gjaldþroti 25 flugfélaga fyrir áramót Sænskur sérfræðingur í rekstri flugfélaga spáir því að 25 flugfélög verði orðin gjaldþrota fyrir áramót. 29.10.2008 15:38 Norwegian yfirtekur hluta af þrotabúi Sterling Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun yfirtaka hluta af þrotabúi Sterlings. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi á Kastrup nú síðdegis. 29.10.2008 14:30 Norðmenn lækka stýrivexti í annað sinn í október Norski seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti sína og er þetta í annað sinn sem vextirnir eru lækkaðir í þessum mánuði. Lækkunin nú nemur hálfu prósentustigi og eru vextirnir því komnir niður í 4,75%. 29.10.2008 13:55 Pálmi: Ólýsanlega sárt að sjá Sterling verða gjaldþrota Pálmi Haraldsson, eigandi danska flugfélagsins Sterling, sem lýst var gjaldþrota í morgun, segir það ólýsanlega sárt að horfa á eftir félaginu í gjaldþrot. Hann segist hafa reynt að gera allt til að bjarga flugfélaginu en verið ofurliði borinn vegna orðspors Íslendinga erlendis. 29.10.2008 13:30 Danskur auðmaður styður íslenska stúdenta í Árósum Danskur auðmaður hefur ákveðið að styðja íslenska stúdenta við Íþróttaháskólann í Árósum með fjárframlögum. Hann gerir þetta til að koma í vega fyrir að þeir neyðist til að hverfa frá námi vegna fjárhagsörðugleika. 29.10.2008 13:14 Hlutabréf í SAS hækka mikið eftir að Sterling fór í þrot Hlutabréf í SAS flugfélaginu hafa hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Sterling. Nam hækkunin á tímabili i morgun rúmlega 21% en Sterling var höfuðkeppinautur SAS í Danmörku. 29.10.2008 12:57 Kínverjar lækka stýrivexti Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum. 29.10.2008 12:37 Sterling seldi flugmiða tæpum klukkutíma fyrir gjaldþrotið Í ljós hefur komið að Sterling seldi flugmiða allt þar til aðeins klukkutíma áður en félagið tilkynnti um gjaldþrot sitt. 29.10.2008 11:16 700 Sterling strandaglópar á Gatwick Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði. 29.10.2008 10:59 Seðlabanki Sviss dælir peningum inn á markaðinn Seðlabanki Sviss ákvað í dag að dæla peningum inn á fjármálamarkaði til að mæta mikilli eftirspurn eftir svissneskum frönkum næstu þrjá mánuði. Snarpur samdráttur í vaxtamunarviðskiptum hefur þrýst gengi frankans upp gagnvart evru. 29.10.2008 10:55 Eksportfinans efast um að Glitnir ætli að endurborga lánin Gisele Marchand forstjóri Eksportfinans efast um að Glitnir ætli að endurgreiða þeim þá tæpu 7 milljarða kr. í lánum sem bankinn hélt eftir vegna "kerfisvillu". 29.10.2008 10:48 Sjá næstu 50 fréttir
Bandarískir fjárfestar hafa ekki séð það svartara í 21 ár Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í plús í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar hafa ekki séð það svartara vestanhafs í einum mánuði í 21 ár, eða síðan í október árið 1987. 31.10.2008 20:26
Sjælsö Gruppen í vandræðum - minnkar væntingar um 50% Sjælsö Gruppen á í vandræðum þessa stundina og hefur dregið úr væntingum sínum um hagnað ársins um 50%. Áður taldi Sjælsö Gruppen að hagnaðurinn yrði á bilinu 5-700 milljónir danskra kr, en nú telur félagið að hann liggi á milli 250 til 300 milljón danskra kr. eða um 6 milljarða kr. 31.10.2008 15:42
Fé af Icesave-reikningum í Hollandi var lánað til Stork Food Í ljós hefur komið að fé af Icesave-reikningum í Hollandi var lánað til Stork Food þar í landi. Stork er svo aftur í eigu Marel. 31.10.2008 14:22
Stefnir í versta mánuð á Wall Street í 20 ár Vísitölur á mörkuðum í Wall Street hafa lækkað við opnunina í dag og þar með stefnir í að október verði versti mánuður í sögu Wall Street undanfarin 20 ár. 31.10.2008 13:59
Magasin du Nord er hvorki gjaldþrota né til sölu Carsten Fensholt talsmaður Magasin du Nord segir að verslunin sé hvorki gjaldþrota né til sölu. Mikill orðrómur hefur verið um þetta í Kaupmannahöfn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson sagði af sér sem stjórnarformaður Magasin og Illum í gær og vél jafnframt úr stjórninni. 31.10.2008 12:45
Tvö önnur gjaldþrot í kjölfar Sterling Gjaldþrot Sterlings hefur haft það í för með sér að tvö önnur dönsk félög eru einnig orðin gjaldþrota. Um er að ræða danskt dóttur félag bókunarfyrirtækisins Menzies Aviation og flugviðhaldsþjónustuna EAMS. 31.10.2008 10:05
Markaðir í mínus í Evrópu Alir helstu markaðir í Evrópu hafa opnað í mínus í morgun. Einna minnst lækka hlutabréf í kauphöllum Norðurlandanna. 31.10.2008 10:00
Seðlabanki Japans lækkar stýrivexti niður í 0,3% Seðlabanki Japans hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína úr 0,5% og niður í 0,3%. Flestir sérfræðingar áttu von á að vextirnir yrðu lækkaðir í 0,25%. 31.10.2008 09:26
Ísland fær aðgang að 25 milljarða evra neyðarsjóði ESB Ísland mun fá aðgang að sérstökum 25 milljarða evra, eða tæplega 4.000 milljarða króna, neyðarsjóði Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef breska blaðsins Times. 31.10.2008 09:12
SÍ kallar eftir gjaldeyri og varar við utanmarkaðsviðskiptum Enn gengur hvorki né rekur hjá Seðlabanka Íslands að koma á gjaldeyrisviðskiptum við erlenda banka. Af þeim sökum hefur SÍ gripið til þess ráðs að biðla til þeirra sem eiga gjaldeyri að koma með hann á tilboðsmarkað bankans. Jafnframt varar bankinn við utanmarkaðsviðskiptum með gjaldeyri. 31.10.2008 09:07
Samdráttur í bandarískri landsframleiðslu Samdráttur sem nemur 0,3 prósentum varð í landsframleiðslu Bandaríkjanna á þriðja ársfjórðungi og hefur niðursveiflan ekki verið meiri síðan í kjölfar hryðjuverkaárásanna haustið 2001. 31.10.2008 07:25
Google blandar sér í símaslaginn Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. 31.10.2008 07:19
Lækkun í Asíu - svartasti mánuður hingað til Hlutabréf á Asíumörkuðum lækkuðu í verði í morgun og er nú ljóst að hlutabréfavísitölur álfunnar hafa aldrei litið jafnsvartan mánuð og þann sem lýkur í dag. 31.10.2008 07:18
House of Fraser opnar nýja verslun House of Fraser opnaði í dag nýja verslun í Westfield verslunarmiðstöðinni í London. Þetta er fjórða verslunin sem opnuð er frá því að verslunarkeiðjan var keypt af Highland Group Holdings árið 2006. Fyrr á árinu opnaði House of Fraser nýjar verslandir í Belfast, High Wycombe og í Bristol. Nýja verslunin er 150 þúsund fermetrar að stærð. Nýja verslunin er á þremur hæðum. 30.10.2008 19:25
Lúxusbílar seljast enn í Sádí Þó drossíurnar safni ryki á íslenskum bílasölum að eru ekki allir hættir að kaupa lúxusbíla. Bílasalar á lúxusbílasýningu í Sádi Arabíu veðja í það minnsta á það að ekkert dragi úr sölu á Ferrari, Macerati og öðrum fokdýrum farartækjum. 30.10.2008 17:41
Salan í nýrri Hamleys verslun 60% yfir spám Hamleys opnaði nýja leikfangaverslun var í Dublin í liðinni viku. Salan fyrstu vikuna fór 60 prósentum fram úr spám. 30.10.2008 15:12
Danske Bank fær lán beint frá Seðlabanka Bandaríkjanna Danske Bank stendur nú til boða að fá 29,5 milljarða dollara lán, eða rúmlega 3.000 milljarða kr., beint frá Seðlabanka Bandaríkjanna. Þetta staðfestir Tonny T. Andersen fjármálastjóri Danske Bank. 30.10.2008 15:12
Frísk opnun á Wall Street í dag Markaðir á Wall Street opnuðu í plús í dag þrátt fyrir tölur um að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefði dregist saman milli ársfjórðunga í fyrsta sinn síðan árið 2001. 30.10.2008 13:56
Fjárfestar vilja fá bónusana endurgreidda Samtök breskra fjárfesta berjast nú fyrir því að settar verði klausur í samninga yfirstjórnenda sem gera þeim skylt að endurgreiða bónusa standi þeir sig ekki sem skyldi. Þetta segja samtökin gert til að hætta að verðlauna mistök. 30.10.2008 13:00
Exxon Mobile með mesta hagnað í sögunni Bandaríski olíurisinn Exxon Mobile hagnaðist um tæplega 15 milljarða dollara eða um 1.700 milljarða kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Er þetta mesti hagnaður hjá skráðu félagi á einum ársfjórðungi í sögunni. 30.10.2008 12:39
Atvinnuleysi minnkar í Þýskalandi og Danmörku Þrátt fyrir lausafjárkreppuna minnkaði atvinnuleysi í Þýskalandi í október. Atvinnuleysi mælist nú 7.6% í Þýskalandi og fjöldi atvinnulausra er nú undir 3 milljónum í fyrsta skipti í 16 ár. 30.10.2008 12:22
Candy-bræðurnir að tapa Lotus-verkinu í Beverly Hills Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring eru nú að tapa Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills verkið samanstendur af 200 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. Credit Suisse hefur gjaldfellt 350 milljón dollara lán til Lotus en Kaupþing átti að greiða 60% af láninu. 30.10.2008 12:03
Bandaríkjamenn boða frekari stýrivaxtalækkun Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er tilbúinn til að boða frekari lækkun stýrivaxta á næstunni dugi fyrri aðgerðir ekki til að snúa efnahagslífinu til betri vegar. 30.10.2008 11:30
Rússar munu líklega hafna lánveitingu til Íslands Rússar munu að öllum líkindum ekki veita Íslandi lán eins og rætt hefur verið um. Þetta kemur fram í blaðinu Rossiskaija Gazeta sem ræddi við Dimitri Pankin aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands um málið. 30.10.2008 11:04
House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr, hagnaði í fyrra House of Fraiser skilaði 14 milljarða kr. hagnaði á fyrsta heila árinu undir stjórn nýrra eigenda sinna, Highland Group Holdings. Því ári lauk í lok janúar í ár. Baugur er sem kunnugt er meðal eiganda Highland Group. 30.10.2008 10:35
Skiptastjórar þrotabús Sterling reyna að leigja út 26 flugvélar Skiptastjórar þrotabús Sterling reyna nú að leigja út 26 flugvélar félagsins til að bjarga því sem bjargað verður úr þrotabúinu. Sterling var með vélarnar á leigu frá 11 bandarískum, evrópskum og japönskum leigufélögum. 30.10.2008 10:03
Jákvæð opnun á mörkuðum Evrópu í morgun Markaðir í Evrópu opnuðu víðast hvar á jákvæðum nótum í morgun. Einn best varð opnunin í Kaupmannahöfn þar sem C20-vísitalan hækkaði um tæp 4% í fyrstu viðskiptum dagsins. 30.10.2008 09:44
Shell skilar 1.300 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi Hollenska olíufélagið Shell skilaði 10,9 milljarða dollara hagnaði, eða um 1.300 milljörðum kr. á þriðja ársfjórðungi ársins. Stafar hagnaðurinn einkum af hinu háa heimsmarkaðsverði á olíu seinnipart sumars. 30.10.2008 09:21
Sigurjón Sighvatsson rekur forstjóra Scanbox í Danmörku Sigurjón Sighvatsson er búinn að reka forstjóra kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Scanbox í Danmörku. Forstjórinn, hinn 54 ára gamli Karl Åge Jensen, hefur verið viðloðandi hjá Scanbox síðan að fyrirtækið var stofnað fyrir 29 árum síðan. 30.10.2008 09:03
Norskur fasteignamarkaður - einn íbúi í heilu hverfi Fjórtán þúsund íbúir eru á söluskrá í Noregi án þess að laða að sér kaupendur. Stjórnandi hjá Nordea-bankanum segir að það komi sér ekki á óvart að fólk sé hrætt við að fjárfesta í fasteign, í því fjárhagslega umróti sem nú ríkir. 30.10.2008 07:23
Miklar hækkanir í Asíu Hlutabréf á Asíumörkuðum ruku upp í morgun og nam hækkun suðurkóresku KOSPI-vísitölunnar rúmlega 12 prósentustigum og í Hong Kong hækkuðu bréf um yfir 10 prósentustig. 30.10.2008 07:16
Vísitölur hækka og lækka í BNA Vísitölur ýmist hækkuðu eða lækkuðu í Bandaríkjunum í dag. Vísitölur Dow Jones og Standard & Pours lækkuðu á meðan að Nasdaq vísitalan hækkaði. 29.10.2008 20:15
Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti fyrir stundu um stýrivaxtalækkun. Lækkunin nemur hálfu prósentustig og eru stýrivextir í landinu nú eitt prósent. Vextirnir hafa ekki verið lægri síðan í júní 2004. 29.10.2008 18:24
Porsche setur vogunarsjóði á hausinn með VW fléttu sinni Sportbílaframleiðandinn Porsche setti marga vogunarsjóði svo gott sem á hausinn með einni stærstu skortsölufléttu sögunnar. Til þessa notaði Porsche eignarhlut sinn í Volkswagen. 29.10.2008 16:24
Spáir gjaldþroti 25 flugfélaga fyrir áramót Sænskur sérfræðingur í rekstri flugfélaga spáir því að 25 flugfélög verði orðin gjaldþrota fyrir áramót. 29.10.2008 15:38
Norwegian yfirtekur hluta af þrotabúi Sterling Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun yfirtaka hluta af þrotabúi Sterlings. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi á Kastrup nú síðdegis. 29.10.2008 14:30
Norðmenn lækka stýrivexti í annað sinn í október Norski seðlabankinn ákvað í dag að lækka stýrivexti sína og er þetta í annað sinn sem vextirnir eru lækkaðir í þessum mánuði. Lækkunin nú nemur hálfu prósentustigi og eru vextirnir því komnir niður í 4,75%. 29.10.2008 13:55
Pálmi: Ólýsanlega sárt að sjá Sterling verða gjaldþrota Pálmi Haraldsson, eigandi danska flugfélagsins Sterling, sem lýst var gjaldþrota í morgun, segir það ólýsanlega sárt að horfa á eftir félaginu í gjaldþrot. Hann segist hafa reynt að gera allt til að bjarga flugfélaginu en verið ofurliði borinn vegna orðspors Íslendinga erlendis. 29.10.2008 13:30
Danskur auðmaður styður íslenska stúdenta í Árósum Danskur auðmaður hefur ákveðið að styðja íslenska stúdenta við Íþróttaháskólann í Árósum með fjárframlögum. Hann gerir þetta til að koma í vega fyrir að þeir neyðist til að hverfa frá námi vegna fjárhagsörðugleika. 29.10.2008 13:14
Hlutabréf í SAS hækka mikið eftir að Sterling fór í þrot Hlutabréf í SAS flugfélaginu hafa hækkað mikið í morgun í kjölfar gjaldþrotsins hjá Sterling. Nam hækkunin á tímabili i morgun rúmlega 21% en Sterling var höfuðkeppinautur SAS í Danmörku. 29.10.2008 12:57
Kínverjar lækka stýrivexti Kínverski seðlabankinn lækkaði vexti um 27 punkta í dag til að takast á við þrengingar í efnahagslífinu. Þetta er þriðja vaxtalækkun bankans á einum og hálfum mánuði en vextirnir eru nú í 6,66 prósentum. 29.10.2008 12:37
Sterling seldi flugmiða tæpum klukkutíma fyrir gjaldþrotið Í ljós hefur komið að Sterling seldi flugmiða allt þar til aðeins klukkutíma áður en félagið tilkynnti um gjaldþrot sitt. 29.10.2008 11:16
700 Sterling strandaglópar á Gatwick Um það bil 700 ferðalangar eru nú strandaglópar á Gatwick flugvelli á Englandi í kjölfar gjaldþrots Sterling Airlines. Þetta kemur fram á heimasíðu breska blaðsins Travel Weekly. Þar segir að þúsundir til viðbótar séu fastir víðsvegar um Evrópu en Sterling voru með 27 flugvélar í rekstri og um 40 áfangastaði. 29.10.2008 10:59
Seðlabanki Sviss dælir peningum inn á markaðinn Seðlabanki Sviss ákvað í dag að dæla peningum inn á fjármálamarkaði til að mæta mikilli eftirspurn eftir svissneskum frönkum næstu þrjá mánuði. Snarpur samdráttur í vaxtamunarviðskiptum hefur þrýst gengi frankans upp gagnvart evru. 29.10.2008 10:55
Eksportfinans efast um að Glitnir ætli að endurborga lánin Gisele Marchand forstjóri Eksportfinans efast um að Glitnir ætli að endurgreiða þeim þá tæpu 7 milljarða kr. í lánum sem bankinn hélt eftir vegna "kerfisvillu". 29.10.2008 10:48