Viðskipti erlent

Fjárfestar vilja fá bónusana endurgreidda

Íslenskir bankastjórnendur hafa undanfarin ár fengið tugi milljarða í bónusgreiðslur.
Íslenskir bankastjórnendur hafa undanfarin ár fengið tugi milljarða í bónusgreiðslur.
Samtök breskra fjárfesta berjast nú fyrir því að settar verði klausur í samninga yfirstjórnenda sem gera þeim skylt að endurgreiða bónusa standi þeir sig ekki sem skyldi. Þetta segja samtökin gert til að hætta að verðlauna mistök.

Samtökin, ABI, vilja að reglur um þetta verði settar á Evrópuvísu. Meðlimir samtakanna, sem eiga um 20 prósent eigna í kauphöllinni í London, sögðu í samtali við Reuters fréttastofuna að mikill stuðningur væri við þetta á markaðnum.

Nærri tveir þriðju fyrirtækja í Bandaríkjunum hafa sambærilegar klausur í samningum við stjórnendur.

Bónusar til stjórnenda banka eru meðal þess sem kennt hefur verið kennt um hvernig fór fyrir bönkunum. Þeir hafi orðið þess valdandi að stjórnendur hafi tekið óþarfa áhættu til að hámarka gróða til skamms tíma, án tillits til langtímahagsmuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×