Viðskipti erlent

Norwegian yfirtekur hluta af þrotabúi Sterling

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun yfirtaka hluta af þrotabúi Sterlings. Þetta verður tilkynnt á blaðamannafundi á Kastrup nú síðdegis.

Samkvæmt frétt í blaðinu Berlinske Tidende er ekki vitað nákvæmlega hvaða hluta Norwegian tekur yfir en reiknað er með að það séu arðbærustu áætlanaleiðir Sterlings til og frá Kaupmannahöfn.

Pálmi Haraldsson fyrrum eigandi Sterling segir að hann hafi ekki fengið þetta staðfest en fagnar því ef rétt reynist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×