Viðskipti erlent

Sigurjón Sighvatsson rekur forstjóra Scanbox í Danmörku

Sigurjón Sighvatsson er búinn að reka forstjóra kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Scanbox í Danmörku. Forstjórinn, hinn 54 ára gamli Karl Åge Jensen, hefur verið viðloðandi hjá Scanbox síðan að fyrirtækið var stofnað fyrir 29 árum síðan.

Eftir að Karl Åge var rekinn ákvað fjármálastjóri Scanbox, Carsten Dahl, að segja upp starfi sínu. Þetta kemur fram á vefsíðunni viborg-folkeblad.dk.

Karl Åge segir að hann og Sigurjón hafi ekki séð framtíð Scanbox sömu augum og því hafi farið sem fór.

Sigurjón vill ekki segja að hann hafi rekið forstjórann úr starfi heldur hafi forstjórinn einfaldlega ekki passað inn í framtíðaráform sín um Scanbox. "Þetta hefur ekkert með hæfileika Karl Åge að gera," segir Sigurjón. "Hann hefur unnið frábæra vinnu."

Í staðinn fyrir Karl Åge hefur Michael Modigh verið ráðinn í hans stað en Michael hefur unnið hjá Scanbox í tíu ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×