Viðskipti erlent

Skiptastjórar þrotabús Sterling reyna að leigja út 26 flugvélar

Skiptastjórar þrotabús Sterling reyna nú að leigja út 26 flugvélar félagsins til að bjarga því sem bjargað verður úr þrotabúinu. Sterling var með vélarnar á leigu frá 11 bandarískum, evrópskum og japönskum leigufélögum.

Fyrrgreind leigufélög vilja helst koma þessum flugvélum í lóg á einhvern hátt og hafa skiptaráðendurnir því fengið það verkefni að selja eða leigja þær út að nýju. Og það helst með um 1.000 manna áhöfnum þeirra sem nú standa uppi án atvinnu.

Verkefnið er erfitt þar sem mikil niðursveifla er í farþegaflugi víðast í heiminum. Sören Fogh lögmaður og einn af skiptastjórunum segist vona að kaupendur fáist að einhverjum af flugvélunum.

Verðmæti flugflota Sterlings liggur á bilinu 3 til 3,5 milljarðar kr, en margar af vélunum eru komnar til ára sinna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×