Viðskipti erlent

Frísk opnun á Wall Street í dag

Markaðir á Wall Street opnuðu í plús í dag þrátt fyrir tölur um að hagvöxtur í Bandaríkjunum hefði dregist saman milli ársfjórðunga í fyrsta sinn síðan árið 2001.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 2,3% í fyrstu viðskiptum dagsins og fór aftur upp fyrir 9.000 stig. Nasdaq hækkaði um 2,5% og S&P 500 um 2,3%.

Samdrátturinn í hagvextinum var minni en menn höfðu gert ráð fyrir eða 0,3% en spár hljóðuðu upp á 0,5%. Því eru menn frískir í skapi á Wall Street í augnablikinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×