Viðskipti erlent

Tvö önnur gjaldþrot í kjölfar Sterling

Gjaldþrot Sterlings hefur haft það í för með sér að tvö önnur dönsk félög eru einnig orðin gjaldþrota. Um er að ræða danskt dóttur félag bókunarfyrirtækisins Menzies Aviation og flugviðhaldsþjónustuna EAMS.

Í frétt um málið í blaðinu Jyllands-Posten kemur fram að um 200 manns muni missa vinnuna vegna gjaldþrot EAMS og svipaður fjöldi verður atvinnulaus hjá Menzies.

Sterling var stærsti viðskiptavinur Menzies í Danmörku og sá um 70% af öllum bókunum hjá flugfélaginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×