Fleiri fréttir

Upp og niður í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu ýmist eða lækkuðu í morgun. Hækkun varð í Tókýó og Ástralíu en hlutabréf lækkuðu í Kóreu og Singapore.

Sjaldséð hækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa rauk upp á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjármálaskýrendur eru ekki á einu máli hvað skýri mikil hlutabréfakaup. Sumir segja fjárfesta vænta þess að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að eitt prósentustig á morgun á meðan aðrir telji hlutabréfaverð einfaldlega mjög lágt um þessar mundir eftir snarpa lækkun upp á síðkastið.

Örtröð á lokaútsölum Merlin í Danmörku

Mikil örtröð og langar biðraðir mynduðust við verslanir Merlin i Danmörku í dag þegar hinn nýji eigandi Merlin hélt lokaútsölu í þeim. Enda hægt að gera góð kaup þar sem allt var selt með 25-50% afslætti.

Ný tækifæri með tilkomu tölvuskýja

Microsoft svipti í gær hulunni af Windows Azure, netstýrikerfi sem verður grunnurinn að aukinni áherslu fyrirtækisins á veflausnir. Slíkar lausnir byggja á því sem kallað er „cloud computing“, sem þýða má sem „tölvuský“.

Nýir eigendur Sterling kynntir á fimmtudag

Sterling flugfélagið hefur nú fengið tvö bindandi kauptilboð og reiknað er með að nýir eigendur þess verði kynntir á fimmtudag. Hugsanlegt er að gengið verði frá kaupunum þegar síðdegis á morgun.

Sjóðir IMF gætu tæmst

Eftir að hagkerfi um heim allan hafa seilst í djúpa vasa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gæti svo farið að þeir tæmdust, að mati viðmælanda Daily Telegraph.

Hagnaður BP 1.100 milljarðar á þriðja ársfjórðungi

Hagnaður breska olíufélagsins BP nam rúmlega 1.100 milljörðum kr, á þriðja ársfjórðungi eða 10 milljörðum dollara. Þetta er 148% aukning frá sama tímabili í fyrra og skýrist af mjög háu olíuverði seinnipart sumars.

Japanir tapa á Samúræjabréfum Kaupþings

Japanska fjárfestingabankinn Nomura Holdings, tapaði 40 milljörðum jena, jafnvirði 52 milljarða króna, á svokölluðum samúræjabréfum á síðasta ársfjórðungi. Bréfin eru skuldabréf sem bankinn keypti af Kaupþingi á síðastliðnum tveimur árum.

Nikkei í sögulegt lágmark og upp aftur

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei fór í morgun niður fyrir sjö þúsund stig í fyrsta sinn í 26 ár en hækkaði aftur áður en viðskiptum lauk og endaði í 6,4 prósentustiga hækkun við lokun markaða.

Hlutabréf féllu í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa féll á bandarískum hlutabréfmörkuðum rétt undir lok viðskiptadagsins á Wall Street í dag. Helsta skýringin á falli dagsins eru veðköll og nauðungarsala á hendur vogunarsjóða og annarra fjárfesta.

Skuldatryggingar íslensku bankanna settar á uppboð

Skuldatryggingar á lán og skuldir íslensku bankanna, Kaupþings, Glitnis og Landsbankans, verða settar á uppboð í næstu viku. Heildarupphæðin sem tryggingarnar ná yfir nemur 71 milljarði dollara eða tæplega 8.000 milljörðum kr.

Wall Street opnaði óvænt í plús

Markaðir á Wall Street opnuðu óvænt í plús í dag. Að vísu féll Dow Jones vísitalan aðeins í fyrstu viðskiptum en náði sér strax á strik og var 0,3% í plús eftir fyrsta hálftímann.

Leyfarnar af Glitni í Noregi hafa verið seldar

Leyfarnar af Glitni í Noregi, Glitnir Marine Finance, hafa nú verið seldar. Kaupandinn er Cleaves Shipbroking. Um leið verður nafni félagsins, sem sérhæfir sig í fjármögunun á skipum, breytt í Cleaves Marine Finance.

Deutsche Postbank tapar miklu á íslensku bönkunum

Deutsche Postbank skilaði tapi á þriðja ársfjórðungi upp á tæplega 450 milljónir evra eða rúmlega 67 milljarða kr. Stór hluti tapsins skýrist af hruni íslensku bankanna og töpuðum útlánum sökum þessa.

Norðursjávarolían undir 60 dollara tunnan

Verð á Norðursjávarolíunni fór undir 60 dollara á tunnuna í morgun. Á sama tíma fór bandaríska léttolían niður í 62,50 dollara og hefur ekki verið lægri í 17 mánuði.

Áfram hrun á mörkuðum í Evrópu

Hlutabréfavísitölur hafa lækkað mikið á mörkuðum í Evrópu í morgun í kjölfar mikil hruns á Asíumörkuðum. Einn mest lækka vísitölurnar á Norðurlöndunum.

Nikkei á tímabili ekki lægri síðan 1982

Hlutabréf lækkuðu á mörkuðum í Asíu í morgun. Nikkei-vísitalan lækkaði um 6,4 prósentustig og náði á tímabili sinni lægstu stöðu síðan árið 1982.

Strauss-Kahn braut ekki af sér en sýndi af sér dómgreindarskort

Dominique Strauss-Kahn, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sýndi af sér alvarlegan dómgreindarskort með því að eiga í ástarsambandi við undirmann sinn hjá stofnuninni. Hins vegar misbeitti hann ekki valdi sínu til þess að tryggja ástkonunni betri starfslokasamning en öðrum þegar hún hætti hjá sjóðnum fyrr á árinu. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem ráðist var í eftir að ásakanir á hendur Strauss-Kahn þessa efnis voru settar fram.

Hugsanlegt að olíuframleiðsla dragist enn meira saman

Mögulegt er að olíuframleiðsla verði minnkuð enn meira á næstunni vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði. Þetta segir Mohammad Ali Khatibi, fulltrúi Írana hjá OPEC, samtökum olíuframleiðsluríkja. Ráðgert er að næsti fundur OPEC fari fram í Alsír í desember.

Finnair segist ekki vera að kaupa Sterling

Finnair hefur nú bætst í hóp þeirra flugfélaga sem segjast ekki vera að kaupa Sterling. Það er því enn leyndarmál við hverja Sterling er að semja um kaupin.

Mikið fall á bandarískum hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa hríðféll í blóðrauðri byrjun viðskiptadagsins á Wall Street í Bandaríkjunum í dag. Skelfingin stafar fyrst og fremst af sterkum orðrómi um að gjaldþrot sé nú yfirvofandi hjá bandaríska bílaframleiðandanum General Motors (GM). Vart er á bætandi ótta fjárfesta að fjármálavandinn geti valdið efnahagskreppu víða um heim.

Hvíta húsið skammar OPEC

Bandarísk stjórnvöld segja þá ákvörðun OPEC ríkjanna að draga úr olíuframleiðslu markaðsfjandsamlega. OPEC, samtök olíuframleiðsluríkja, ákváðu á fundi sínum í Vín í gær að draga úr olíuframleiðslu um sem nemur 1,5 milljónum tunna á dag til að stemma stigu við lækkandi olíuverði. Tunnan fór hæst í 147 dollara í sumar, en hefur vegna minnkandi eftirspurnar undanfarið lækkað töluvert í verði, og er nú komin niður í rúman 61 dollar.

Seðlabanki ESB mun verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðan

Fari svo að Seðlabanki Danmerkur geti ekki varið gengi dönsku krónunnar mun Seðlabanki Evrópu gera slíkt fram í rauðan dauðan. Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Danmerkur í dag, þvert á ástand efnahagsmála, var til að bregðast við miklu útstreymi gjaldeyris frá landinu.

Viðskipti stöðvuð í Kauphöll New York

Lokað var fyrir framvirka samninga á Dow Jones hlutabréfavísitöluna í morgun eftir að verð féll um meira en 550 punkta. Ekki er hægt að eiga frekari viðskipti fyrr en klukkan hálf tíu, þgar kauphöllin opnar.

„Gamla kreppan“ 79 ára í dag

Í dag eru 79 ár frá „svarta fimmtudeginum“ 24. október 1929 sem margir telja að hafi markað upphaf heimskreppu fjórða áratugar 20. aldarinnar.

Hrun Íslands var ögurstund hjá mörgum vogunarsjóða heimsins

Mikil örvænting hefur gripið um sig meðal vogunarsjóða heimsins þar sem margir reyna nú að losa fjármuni sína og stöður úr þeim. "Hrun Íslands var ögurstund hjá mörgum vogunarsjóðum heimsins," segir Muska Chiu yfirmaður hjá Citigroup Private bank í Hong Kong.

Dregið úr olíuframleiðslu vegna verðhruns

OPEC, samtök olíusöluríkja, ætla að draga úr framleiðslu á olíu strax í næsta mánuði. Þetta er gert til að reyna að koma í veg fyrir að verð á olíu falli enn frekar en það hefur hríðfallið undanfarið. Framleiðslan verður dregin saman um eina komma fimm milljónir tunna á dag.

Mikið tap hjá Carnegie veldur áfalli á markaðinum

Fjárfestingarbankinn Carnegie tapaði rúmlega 500 milljónum sænskra kr. á þriðja ársfjórðungi ársins eða um 8 milljörðum kr.. Kom þetta tap sem áfall fyrir sænska markaðinn þar sem gert hafð verið ráð fyrir hagnaði upp á um 100 milljónir sænskra kr. hjá bankanum.

Sjá næstu 50 fréttir